Um áætlun

GUÐ + MARKMIÐ: Markmiðasetning sem kristinn einstaklingurSýnishorn

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

DAY 5 OF 5

DAGUR 5: Hvað ef ég næ ekki fylgja markmiðunum eftir?


Þú ert með einhver góð markmið í huga, og þú treystir því að Drottinn muni leiða þig. En hvað ef að þér mistekst? Þú ert hrædd(ur) um að þú munir ekki fylgja markmiðunum eftir, að þú munir klúðra hlutunum, og valda Guði vonbrigðum.


Það er vinsæl orðatiltæki sem segir, "hún trúði að hún gæti svo að hún gerði." Orð Guðs opinberar okkur þó dýpri og meira frelsandi sannleika: Hún trúði að hún gæti ekki, svo að Guð gerði. Þú þarft ekki að gera allt vinur. Guð ætlast ekki til þess að þú sért fullkomin(n). Þess vegna sendi Hann Jesú til þess að frelsa okkur—Hann vissi að við þurftum á frelsara að halda til að vera styrkur okkar þegar við værum veikburða, til að leiða okkur, sýna okkur veginn, og taka á sig refsinguna fyrir syndir okkar. Guðspjallið er það sem drífur markmið leidd af Guði, hjálpar okkur að finna fyrir hvatningu og komast aftur á rétta leið þegar við misstígum okkur. Þegar þú getur ekki, þá getur Hann. Satt að segja, þá gerði Hann það nú þegar á krossinum. Sama hvað þú áorkar, eða áorkar ekki, þá hefur Guð unnið úrslita sigurinn yfir dauðanum fyrir þig og fyrir mig! Það er ekki til óreiða sem að þú getur búið til sem að Hann getur ekki breytt yfir í eitthvað fallegt.


Setjum þetta allt saman:


  • Leitaðu visku hans með markmið leidd af Guði og viturlegar áætlanir. Hann mun gefa þér viskuna!
  • Taktu trúarskref, í stóru markmiðunum og þeim skrefum sem virðast hverstagsleg inn á milli.
  • Og treystu því að Hann muni úthella sinni náð yfir þig á þeim fjölmörgu tímum sem að þú klúðrað hlutunum á leiðinni—af því að þú munt klúðra hlutunum! En, ef markmið þín benda á Hann, þá muntu ekki stökkva úr bátnum. Þú munt snúa til Hans fyrir styrk og visku, það að vita hvernig þú nærð markmiðum þínum skiptir ekki jafn miklu máli og af hverju.

Biddu með mér: Drottinn, þvílíkt ævintýri sem þetta hefur verið í lífsgefandi Orðinu þínu! Hjálpaðu mér að gera eitthvað í því sem ég hef lært og umfram allt, hjálpaðu mér að deila góðu fréttunum um Jesú. Láttu öll markmið mín, stór og smá, leiða mig að fótum þínum. Og þegar fótur minn skrikar, minntu mig á umbreytandi náð þína. Láttu náð þína knúa mig áfram til að lifa samkvæmt tilgangi þínum fyrir líf mitt! Í Jesú nafni. Amen!


Dag 4

About this Plan

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvernig veistu hvort að markmiðið er frá Guði eða frá sjálfum þér? Og hvernig líta kristin markmið út, ef því er að skipta? Í þessari 5 daga Biblíulestraráætlun,...

More

Við viljum þakka Cultivate What Matters fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.cultivatewhatmatters.com/youversion

Tengdar Áætlanir

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar