Um áætlun

GUÐ + MARKMIÐ: Markmiðasetning sem kristinn einstaklingurSýnishorn

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

DAY 4 OF 5

DAGUR 4: Hvernig næ ég markmiðum mínum án þess að brjóta gegn vilja Guðs?



Þú stendur við upphafslíinuna, þú vilt sækjast eftir markmiðum leiddum af Guði og.... þú ert hrædd(ur). Þú ert hrædd(ur) við að grípa til aðgerða í átt að þessum markmiðum, að verða svo stillt(ur) á að ná þeim að þú mjakar Guði í burtu í leiðinni. Hvernig heldurðu fókusnum á Guði og að ná markmiðum þínum samtímis?



Í fyrsta lagi, þá munu réttu markmiðin leiða þig Hans vegu, í átt til Hans, ekki í burtu frá Honum.



Í öðru lagi, þá ertu ekki að fara að setja þér markmið og framhaldið verður ekkert mál. Guð vill að þú haldir þér í tengslum við Hann sérhvert skref leiðarinnar og Hann mun leiðbeina þér. Þegar allt kemur til alls, þá er Hann markmiðið. Það að fylgja þeim tilgangi sem að Hann hefur fyrir okkur er eins og að fylgja korti sem að Hann bjó til. Hann þekkir leiðina.



Alveg eins og þú myndir gera í langri ökuferð, haldtu áfram að skoða kortið til að vera viss um að vera á leið í rétta átt. Ef þú missir sjónar á áætluninni, þá gætirðu endað í ókunnugri götu. En, finndu réttu leiðina aftur! Guð hefur ekki áhyggjur af því hvort að þú náir fullkomnum árangri í átt að markmiðum; Hann vill hjarta þitt. Og skref fyrir skref, bæn eftir bæn, sérhvert augnablik sem þú leitar Hans, þá muntu haldast á réttri leið. Tenging við Hann mun hjálpa þér að halda þér í samræmi við Hann.



Biddu með mér: Drottinn, ég er hrædd(ur) um að leggja af stað eftir leið sem er ekki þín leið. Gefðu mér ekki anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar (2. Tím. 1:7). Takk fyrir kortið—Þitt Orð—og fyrir getuna að biðja beint til þín! Hjálpaðu mér að vera einbeittur á Þig sem markmið mitt í stað þess að leita eftir samþykki annarra, viðurkenningu, eða ánægjuna að stroka hluti af lista. Ég vil leggja hart að mér fyrir Þig af réttu ástæðunum. Þakka þér fyrir að leiðbeina mér og halda mér á Þínum vegi! Í Jesú nafni. Amen.


Dag 3Dag 5

About this Plan

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvernig veistu hvort að markmiðið er frá Guði eða frá sjálfum þér? Og hvernig líta kristin markmið út, ef því er að skipta? Í þessari 5 daga Biblíulestraráætlun,...

More

Við viljum þakka Cultivate What Matters fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.cultivatewhatmatters.com/youversion

Tengdar Áætlanir

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar