Um áætlun

GUÐ + MARKMIÐ: Markmiðasetning sem kristinn einstaklingurSýnishorn

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

DAY 3 OF 5

DAGUR 3: Hvernig líta markmið út sem eru drifin áfram af trú?



Hvernig líta markmið út sem eru leidd af Guði? Getur þú verið með markmið sem hafa ekki beint að gera með trú þína—eins og að koma sér í form eða fara aftur í nám? Eða þurfa öll markmið þín að vera ,,að biðja meira", ,,að fara í kristniboðsferð" eða ,,að þjóna meira í kirkjunni minni"?



Sum markmið og venjur liggja nú þegar fyrir okkur í Biblíunni, sem að er mjög gagnlegt: lesa í Biblíunni þinni (Sálm. 119:9), nýta tíma í bæn (1. Þess. 5:17-18), vera með öðrum trúuðum (Heb.10:25), og deila trúnni með öðrum (Sálm 96:3). Guð þráir þessa hluti frá okkur til að halda okkur nálægt Honum— til að við berum ávöxt og erum trúföst. Þetta er ekki gátlisti til að fylgja, heldur frekar afleiðing af hjarta sem er umbreytt af náð Guðs. Við erum knúinn áfram til þess að gera þessa hluti vegna þess að Hann elskar okkur svo mikið.



En hvað um restina af lífinu? Guð vill að við gerum allt Honum til dýrðar (1. Kor. 10:31)—bæði stóru markmiðin sem Hann setur fyrir okkur og það sem virðist vera hversdagslegt. Hvort sem það er að byggja upp fyrirtæki, klára prófgráðu, ala upp börn, taka skynsamar fjárhagslegar ákvarðanir, passa upp á líkamlegt atgervi, eða jafnvel að ganga frá öllum þvottinum heima hjá þér (andlegum þvotti líka? Jább!), ef þessir hlutir eru gerðir með það að markmiði að þóknast Guði, þá geturðu notað þá til að vera ljós fyrir Hann. Það þýðir ekki að við þurfum að vera fullkomin í viðhorfi okkar til þessara hluta eða árangurs okkar, við þurfum bara að vera trúföst.



Þegar við gerum allt með það í huga að það sé Honum til dýrðar, þá sér fólk eitthvað öðruvísi í okkur. Fólk byrjar að velta fyrir sér hvaðan von okkar kemur, og ef Drottinn lofar, þá fáum við tækifæri til að deila trú okkar með öðrum. Þurfa markmið þín þá að snúast öll um kristniboð og að þjóna í kirkjunni þinni? Hvar sem að Drottinn hefur staðsett þig, náðu árangri þar. Blístraðu meðan þú vinnur og þá verður hið hversdgasglega jafnvel þýðingarmikið!



Biddu með mér: Faðir, þakka þér fyrir að setja mig einmitt á þann stað þar sem ég er. Hjálpaðu mér að bregðast við því sem þú hefur lagt frammi fyrir mig með andlegum augum, að sjá það sem markmið leidd af Guði, sama hvert verkefni mitt er. Hjálpaðu mér að láta allt sem ég geri vísa aftur á þig—jafnvel þegar mér verða á mistök og næ ekki markmiðum mínum. Láttu náð þína vera aðalsmerki mitt er ég vinn að markmiðunum, vitandi að þetta snýst ekki um fullkomnun, þetta snýst um ÞIG—höfund og fullkomnara trúar minnar. Í Jesú nafni. Amen!


Dag 2Dag 4

About this Plan

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvernig veistu hvort að markmiðið er frá Guði eða frá sjálfum þér? Og hvernig líta kristin markmið út, ef því er að skipta? Í þessari 5 daga Biblíulestraráætlun,...

More

Við viljum þakka Cultivate What Matters fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.cultivatewhatmatters.com/youversion

Tengdar Áætlanir

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar