Um áætlun

GUÐ + MARKMIÐ: Markmiðasetning sem kristinn einstaklingurSýnishorn

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

DAY 2 OF 5

DAGUR 2: Hvernig veistu hvort að markmið sé frá Guði eða frá sjálfum/sjálfri þér?



Þú ert að byrja að sjá það: án markmiða, þá gætir þú ráfað stefnulaust um í lífinu. Markmið sem eru leidd af Guði eru góð. En! Hvernig veistu hvort að þau eru leidd af Guði eða frá sjálfum/sjálfri þér? Hvernig getur þú gert greinarmun þar á milli? Þú ert hrædd(ur) um að velja vitlaus markmið!



Veistu hvað er yndislegt við Guð? Það er margt, en sérstaklega það að Hann vill ganga með þér í gegnum lífið. Þegar þú upplifir þig týnda(n) í markmiðum þínum og tilgangi, eða í því að velja á milli einnar leiðar eða annarar, þá vill Hann að þú biðjir hann um hjálp—og hann elskar að veita hjálpina! Jakob segir okkur, ,,Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast." (Jak. 1:5).



Veistu ekki hvort að áætlanir þínar eru þess verðar að setja sem markmið?



Gerðu smá tilraun:




  • Opnaðu Orðið og leitaðu að ákveðnum ritningartextum eða sögum í Biblíunni sem staðfesta markmiðið sem þú ert með í huga. Samræmist markmiðið þitt Biblíunni? Eru ákveðnir ritningartextar sem að staðfesta það? ,,Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti." (2 Tím. 3:16).

  • Spurðu Hann! Notaðu bænina og biddu Guð um að sýna þér leiðina sem Hann vill að þú farir. ,,Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér." (Sálm. 32:8).

  • Biddu einhvern vin sem þú treystir eða leiðbeinanda sem elskar Guð um leiðsögn. ,,Áform verða að engu þar sem engin er ráðagerðin en ef margir leggja á ráðin rætast þau." (Orðskv. 15:22).


Mundu, það er engin ein töfralausn sem hentar öllum til að afhjúpa markmið nema Guð sjálfur. Ef svörin virðast ekki enn vera skýr, ekki gefast upp! Þetta gæti verið hluti af ferlinu sem Hann vill að þú gangir í gegnum. Í biðinni, þá erum við fínpússuð og undirbúin fyrir það sem er í vændum. Bíddu eftir visku Hans og Hann mun veita þér hana með sinni fullkomnu tímasetningu!



Biddu með mér: Drottin, þakka þér fyrir Orðið þitt! Ég er svo þakklát(ur) fyrir skýru leiðsögn þína og visku. Hjálpaðu mér að gera greinarmun á markmiðum og áætlunum sem eru uppsprottin frá kærleika mínum til þín frekar en nokkru öðru. Hjálpaðu mér að þekkja röddu Þína, treysta leiðsögn Þinni og að leita Þín framar öllu öðru. Í Jesú nafni. Amen!


Dag 1Dag 3

About this Plan

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvernig veistu hvort að markmiðið er frá Guði eða frá sjálfum þér? Og hvernig líta kristin markmið út, ef því er að skipta? Í þessari 5 daga Biblíulestraráætlun,...

More

Við viljum þakka Cultivate What Matters fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.cultivatewhatmatters.com/youversion

Tengdar Áætlanir

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar