Um áætlun

GUÐ + MARKMIÐ: Markmiðasetning sem kristinn einstaklingurSýnishorn

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

DAY 1 OF 5

DAGUR 1: Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur?



Þú vilt fylgja Guði OG ná tilgangsríkum markmiðum. En þú hefur áhyggjur af því að það að setja sér markmið gæti leitt þig frá þeirri áætlun sem Guð hefur fyrir þig. Svo að þú veltir fyrir þér, ,,er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvað segir Orð Guðs um það hvernig á að gera það ásamt því að halda sér í samræmi við vilja Hans?" Guð hefur mikið að segja um markmið, skipulagningu, og að vera góðir ráðsmenn með það sem okkur hefur verið gefið.



Stutta svarið er: Markmið eru góð! Meira að segja Jesús var með markmið. Guð þráir að við lifum með tilgangi, ekki af tilviljun. Staðreyndin að þú sért að spyrja og leita Hans vilja þýðir að þú vilt standa þig vel í þessu lífi. Orð Hans munu lýsa upp fyrir þér hvernig á að setja sér rétt markmið og halda áhuganum á að ná þeim.



En ekki gera ráð fyrir að finna gátlista eða töfralausn fyrir markmiðasetningu í Biblíunni. Ef það væri það auðvelt, þá gætum við bara lesið listann, klárað hann, og þyrftum aldrei að tala við Guð um áætlanir okkar. Þetta snýst ekki um að fylgja reglum, þetta snýst um samband við þann sem skapaði þig með einstökum gjöfum og hæfileikum til að nota, Guð sjálfan.



Hinn möguleikinn við að setja sér góð markmið? Að ráfa stefnulaust um og bara láta lífið bara ganga sinn gang. Hugsaðu um það. Var einhver af lykilpersónum Biblíunnar sem sat bara og gerði ekkert? Þeir gerðu vissulega sín mistök, en Móses, Davíð, Salómon, Ester, Rut, Jóhannes, Páll og Jesús sjálfur voru með markið, og þeir unnu að þeim með styrk og visku frá Guði. Þú ert að fara að gera það sama, eitt lítið skref og trúarstökk í einu.



Biddu með mér: Drottinn, ég vil fylgja þér og setja mér markmið sem eru í samræmi við vilja þinn fyrir líf mitt. Takk fyrir að skapa mig með einstökum gjöfum og hæfileikum til að nota fyrir Þinn æðri tilgang. Ég vil fara þar sem þú ferð. Sýndu mér hvernig ég get sett mér markmið á þann hátt sem þú vilt. Ég þarfnast visku þinnar þegar kemur að áætlanagerð og tilgangi svo að ég geti ráðstafað því sem þú hefur gefið mér vel—tíma mínum, peningunum mínum, vinnunni minni, samböndum mínum, heilsunni minni—þar sem ég er. Opnaðu augu mín fyrir sannleikanum þínum og hjálpaðu sannleikanum að fara frá höfðinu mínu til hjartans og yfir í hendurnar mínar. Í Jesú nafni. Amen!


Dag 2

About this Plan

GOD + GOALS: How To Set Goals As A Christian

Er í lagi að setja sér markmið sem kristinn einstaklingur? Hvernig veistu hvort að markmiðið er frá Guði eða frá sjálfum þér? Og hvernig líta kristin markmið út, ef því er að skipta? Í þessari 5 daga Biblíulestraráætlun,...

More

Við viljum þakka Cultivate What Matters fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.cultivatewhatmatters.com/youversion

Tengdar Áætlanir

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar