Um áætlun

Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 2 OF 14

Hrópandi steinar.



Það er gaman að hlusta á börn reyna að átta sig á guðlegum eiginleikum Guðs, að hann sé alvitur, almáttugur, eilífur bæði í fortíð og framtíð og alls staðar nálægur. ,,Pabbi, ef Guð er almáttugur, þýðir það ekki það að hann getur gert allt, er það ekki?" ,,Jú, það passar.” ,,Getur hann þá skapað það stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur?”



Guð er almáttugur en það er ýmislegt sem hann getur ekki og vill ekki gera. Hann neitar að neyða einhvern til þess að tilbiðja hann. Tilbeiðslu, líkt og ást, er ekki hægt að neyða upp á neinn. Það verður að gefa hana frá sér af fúsum og frjálsum vilja annars er hún merkingarlaus. Daginn sem Jesús reið á asna sínum inn í Jerúsalem þá hlýtur hann að hafa glaðst yfir þeim lofsöng sem beint var til hans á leiðinni. Hann fann að trúin var til staðar í Ísrael!



Það voru samt ekki allir sem voru tilbúnir til þess að veita honum þessa lotningu. ,,Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: „Meistari, hasta þú á lærisveina þína.“ Hann svaraði: „Ég segi ykkur, ef þeir þegja munu steinarnir hrópa." (Lúkasarguðspjall 19:39-40). Guð mun verða tilbeðinn. Hann getur látið steinana hrópa ef englarnir hans missa andann.



En hann mun ekki neyða þig til neins. Notaðu tækifærið þennan Pálmasunnudag til að veita konungi þínum lotningu, honum sem af fúsum og frjálsum vilja reið asna sínum í dauðann til að gefa þér líf. Sveiflaðu pálmagreinunum, krjúptu á kné, gefðu honum hjarta þitt, hlýddu honum og sýndu honum þá aðdáun og þjónustu sem hann á skilið.



Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar