Um áætlun

Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 7 OF 14

Mikilfengileg auðmýkt.



Þær sögur sem börn tengja hvað fyrst við Jesú fjalla oft um kraftinn hans. Um öll þau kraftverk sem hann vann! Drottinn yfir hafinu, meistari yfir storminum, sigurvegari yfir sjúkdómum, sigurvegari yfir illum öndum, hann reisti fólk upp frá dauðum og það er ekkert sem hann getur ekki gert. Hann er eins og flottasta ofurhetja og meira að segja flottari en Batman eða Súperman.



Eftir því sem við eldumst þá lærum við að meta betur þjónustu hans og verkin sem unnin voru í auðmýkt. Ein af áhrifamestu sögunum úr ritningunni gerðist að kvöldi Skírdags. Aðeins nokkrum klukkstundum áður en hann var krossfestur kenndi hann lærisveinum sínum mikilvæga lexíu um hvernig þjónandi forysta virkar.



Hann kraup á kné fyrir framan hvern og einn þeirra, tók ker af vatni ásamt handklæði og þvoði fætur þeirra. „Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? . . . Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.” (Jóhannesarguðspjall 13:12,14).



Það var með þjónustu sinni og þjáningu sem Jesús endurleysti okkur. Hann gaf okkur fordæmi um auðmjúka þjónustu sem ætti að vera okkur innblástur gagnvart þjónustu. Myndu einhverjir í þínu nærumhverfi segja að þú værir stundum þrjósk(ur), stolt(ur) eða jafnvel hrokafull(ur)? Laðast þú sjálfkrafa að þeim hlutum sem þér finnast vera þægilegir eða eru sniðnir að áhugasviði þínu?



Í hvaða formi myndi auðmjúk þjónusta birtast, lík þeirri að þvo fætur, á þínu heimili? Gerðu þriggja atriða lista og framkvæmdu þau í dag.
Dag 6Dag 8

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar