Um áætlun

Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 5 OF 14

Hvað áttu við með “Ösku”?



Kvöldið sem Jesús var handtekinn og fordæmdur í dómsölum Gyðinga og Rómverja byrjaði á rólegri páskamáltíð á efri hæði í húsi einu í Jerúsalem. Jesús notaði þessar síðustu stundir sem tækifæri til kennslu. Margt af því sem hann sagði og gerði kom lærsiveinum hans í opna skjöldu. Hann fór á kné og þreif fætur þeirra, hann spáði fyrir um dauða sinn og upprisu, og að lokum sagði hann: ,,Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.” (Jóhannesarguðspjall 13:34).



Fyrr í kennslustundinni með þeim hafði hann sagt að einkenni sannrar guðsdýrkunar væri að fylgja orðum hans í einu og öllu. Nú hafði hann bætt við nýju boðorði sem var í raun ekki nýtt en samt svo tímalaust: ,,Elskið hvert annað.” Það sem gerir þetta boðorð að nýju boðorði er að hið synduga innræti okkar heldur í sífellu áfram að búa til sjálfhverfar hugsanir og orð sem leiða af sér sjálfhverfar gjörðir. Þar sem náð Guðs er ný á hverjum degi og hreinsar okkur með fyrirgefningu Guðs þá getum við að sama skapi valið að koma fram við annað fólk eins og Kristur kemur fram við okkur. Með kærleiksanda sem er þolinmóður, stöðugur og óskilyrtur.



Latneska orðið fyrir boðorð er ,,mandatum," sem að öllum líkindum er dregið af orðum Jesú á Skírdag. Er við hugsum um þetta frábæra kvöld og þá mynd sem dregin er af lambi Guðs sem fær sér að borða lamb með vinum sínum sem hluti af páskahátíðinni. Við sjáum hvernig hann þvær fætur þeirra, og opnar þeim leyndardóma ritningarinnar, og það er ekki annað hægt en að verða fyrir áhrifum. Innblæstri til að elska.

Ritningin

Dag 4Dag 6

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar