Um áætlun

Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 14 OF 14

Þú munt líka lifa!



Við kunnum öll að meta stöðugleika í lífi okkar. Við myndum öll kjósa að allt haldist eins og það er og að það verði eins meðfærilegt og hægt er. Við óttumst miklar breytingar s.s. að missa vinnuna, meiðast illa í bílslysi eða lenda á sjúkrahúsi með erfiðan sjúkdóm. Það erfiðasta er óttinn við það að vera sett inn á elliheimili eða í líknandi meðferð.



Martröð Mörtu varð að veruleika. Jesús, læknirinn, kom of seint til Betaníu til þess að lækna bróður hennar, Lasarus, sem lá banaleguna. ,,Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn. . . Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.” (Jóhannesarguðspjall 11:21-23).



Þetta eru aðeins tóm orð frá einum deyjandi manni til annars. En þessi orð komu frá Jesú, Drottni og meistara yfir syndinni, veikindum, dauða og helju. Upprisa hans gaf honum valdið og kraftinn til þess að afnema dauðann. Hann opinberaði þennan kraft við grafreit Lasarusar með því að skipa dauðlega manninum að stíga fram og lifa. Þessi dauðlegi maður sem var reistur upp frá dauðum er aðeins lítið sýnidæmi um hvað Jesús mun gera á miklu stærri skala við endi aldanna.



Upprisa Jesú róar okkar dýpsta ótta. Upprisa Jesú tryggir fyrirgefningu synda okkar. Það er engin fordæming fyrir þá sem trúa á Jesú. Upprisa Jesú tryggir þig. Hann lifir og þú munt líka lifa.

Ritningin

Dag 13

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar