Um áætlun

PáskasaganSýnishorn

The Story of Easter

DAY 6 OF 7

LAUGARDAGUR.



Konan braut leirkerið sitt og hellti öllum smyrslunum sínum. Hún sóaði rausnarlega öllu því dýrmæta sem hún átti. Með því að brjóta leirkerið sitt, þá lokaði hún í raun á möguleikann að hún gæti geymt eitthvað fyrir sjálfa sig, til að nota strax eða síðar. Hún gaf allt sem hún átti - fortíð, nútíð og framtíð - til hans. Jesús sagði að fólk myndi ævinlega muna eftir ótrúlegum kærleika hennar. Við síðustu kvöldmáltíðina, áttu þessi sömu orð síðan eftir að birtast aftur. Hann braut líkama sinn og úthellti blóði sínu fyrir okkur. Í þetta skiptið, þegar þú lest orð Jesú, ,,Gjörið þetta í mína minningu," reyndu þá að sjá ekki aðeins fyrir þér oblátur og vínberjasafa. Sjáðu brauðsbrotninguna sem mynd af því sem hún kallar okkur til að gera. Hann var að benda okkur á að gera það sem hann gerði: vera brotin(n) og berskjölduð. Fara alla leið. Ekki halda neinu eftir. Gefa stjórnina algjörlega eftir. Það myndi sannarlega heiðra minninguna um það sem Jesús gerði. Ekki aðeins að varðveita helgisiði, heldur að vera minnisvarði. Hvernig gæti það litið út að vera ,,brotin(n) og berskjaldaður" í þínu lífi?
Dag 5Dag 7

About this Plan

The Story of Easter

Hvernig myndir þú eyða síðustu viku lífs þíns vitandi að þetta væru lokadagarnir? Síðasta vika Jesús á jörðunni í formi manns var uppfull af eftirminnilegum augnablikum, spádómum sem rættust, náinni bæn, djúpum samræðum,...

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar