Um áætlun

Biblían lifirSýnishorn

La Biblia está viva

DAY 7 OF 7

Biblían breytir öllu

Ýmindið ykkur að allstaðar sé formlaust myrkur þangað til Guð andar út orðunum, "Verði ljós" og á einu augabragði gjörbreytist allt. Ljósið gerir gat á myrkrið og það sem eitt sinn var ósýnilegt sést nú greinilega. Eitt orð frá Guði breytti öllu … en hann lét ekki staðar numið þar.

Sami Guð og skapaði alheiminn með einum andardrætti heldur áfram að blása nýju lífi í heiminn gegnum kraftinn sem býr í Orði Hans. Orð Guðs er lifandi og virkt vegna þess að Hann er lifandi og virkur. Við höfum alltaf aðgang að Orði Hans.

Því meira sem við stúderum Biblíuna þá uppgvötvum við að Guð vill að jarðarbúar upplifi virkt, persónulegt og endurnærandi samband við Hann.

Sama hvaða erfiðleikum eða raunum við mætum þá mun Orð Guðs ennþá halda áfram að gera gat á myrkrið. Orð Hans mun halda áfram að breyta fólki einsog Ghana, Diya, Fólkinu af Popoluca, Samuel Ajayi Crowther og William Tyndale. Orð Hans getur einnig breytt þér.

Staldraðu því við og og hugsaðu um þína sögu. Hvernig hefur Orð Guðs umbreytt þér? Og á hvaða hátt gæti Guð verið að vekja Ritninguna til lífs í þínu lífi núna?

Fagnaðu því sem Guð hefur gert í lífi þínu hingað til og íhugaðu hvað Hann hefur gert í heiminum í kringum þig.

Í framhaldinu skaltu svo finna þér þitt hlutverk í sögunni sem Guð er að segja. Það er saga sem hófst þegar hann blés lífi í heiminn sem mun halda áfram allt þar til Jesú snýr aftur. Saga sem er langt upphafin yfir mannkynsöguna og er sífellt að breyta heiminum.

Dag 6

About this Plan

La Biblia está viva

Frá upphafi tímans hefur orđ Guđs endurreist hjörtu og huga fòlks og Guđ er ekki búinn enn. Í þessari 7 daga lestraráætlun munum viđ líta nánar á hvernig Guđ notar Biblíuna til ađ hafa áhrif á mannkynssöguna og breyta lí...

More

Þessi Biblíulestraráætlun kemur frá YouVersion.

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar