Um áætlun

Biblían lifirSýnishorn

La Biblia está viva

DAY 6 OF 7

Biblían veitir von

Ghana* var trúrækin múslimi þangað til hún uppgvötvaði lífsbreytandi kraftinn sem býr í Jesú árið 2016. Eftir að hún sneri sér til Kristni var hún yfirgefin og útskúfuð af samfélagi sínu og fjölskyldu. Börnin hennar voru tekin af henni og send til annars lands.


Ghana neitaði að afneita Jesú og hún hafði ekkert stuðningsnet til að hjálpa sér að vaxa enn meira í trúnni. Þunglynd og einmanna íhugaði hún meira að segja að fremja sjálfsvíg. En á endanum kynntist hún einhverjum sem náði í YouVersion á símann hennar.


Í fyrstu hafði Ghana ekki áhuga. En seinna þegar hún fór að hefja hvern dag á því að lesa vers dagsins og hugleiða meiningu þess til að nota það sem leiðsögn fyrir daginn. Þá fóru með tímanum óvæntir hlutir að gerast...


"Versin lifnuðu við og dvöldu innra með mér. Þau kenndu mér hvernig ég gat átt við fólk á heilbrigðan máta og þau hjálpuðu mér við að ná bata frá þunglyndinu. Jafnvel þótt ég var yfirgefin þá fann ég til huggunnar í hvert skipti sem ég las þau. Alltaf þegar ég las vers dagsins þá lyfti það mér upp og gaf mér von. Það var einsog Guð væri að tala beint til mín í gegnum versin"


Ghana leitar nú að tækifærum til að deila versi dagsins hvert sem hún fer. Hún deilir versum á netinu til hvatningar fyrir samfélagið sitt og talar um Ritninguna í vinnunni sinni bæði við vinnufélaga og viðskiptavini.


Saga hennar er bara eitt dæmi um það sem orð Guðs getur gert í okkur öllum. Aðstæður geta breyst, tilfiningar geta sveiflast til og frá, fólk getur valdið okkur vonbrigðum eða yfirgefið okkur, en orđ Guðs varir að eilífu. Þess vegna getum við upplifað frið og von sem fer ofar kringumstæðum okkar. Þegar við hleypum orði Guðs inn í hjörtu okkar þá dvelur það ávallt þar.


Biddu Guð í dag um að vekja orđ sitt til lífs í þér með því að biðja þessa bæn:


Guð, þú skapaðir mig og þú þekkir mig. Aðeins þù hefur kraftinn til að umbreyta lífi mínu. Í dag bið ég þig um ađ laga líf mitt að orði þínu. Sama hverju ég mæti, gefðu mér djörfung til að vera trúr orði þínu svo ég geti boðað sannleika þinn og ást til fólksins sem þú setur í líf mitt. Gerðu rætur mínar í trúnni sterkar á meðan ég vex nær þér. Í Jesú nafni, Amen.


*Nafninu var breytt til að vernda auðkenni manneskjunnar


Dag 5Dag 7

About this Plan

La Biblia está viva

Frá upphafi tímans hefur orđ Guđs endurreist hjörtu og huga fòlks og Guđ er ekki búinn enn. Í þessari 7 daga lestraráætlun munum viđ líta nánar á hvernig Guđ notar Biblíuna til ađ hafa áhrif á mannkynssöguna og breyta lí...

More

Þessi Biblíulestraráætlun kemur frá YouVersion.

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar