Um áætlun

Að stunda viðskipti á andlega sviðinuSýnishorn

Doing Business Supernaturally

DAY 3 OF 6

Þegar himnaríki birtist á jörðu



Hefur þú heyrt um hvað gerðist í Almolonga í Gvatemala?



í gær ræddum við um hvað það þýðir þegar Guð lætur himnaríki birtast á jörðu í gegnum vinnuna okkar.Í dag munum við skoða það ennþá betur.



Almolonga, Gvatemala var hræðilegur staður. Alkóhólismi, dulspeki og galdrar voru útbreiddir. Misnotkun, morð og aðrir glæpir voru algengir. Fjögur fangelsi voru í bænum og þau þurftu reglulega að senda fanga til annarra borga vegna þess hve yfirfull þau voru. Helsti iðnaður borgarinnar var búskapur en hann gekk ekki vel.



Eftir að hafa næstum verið myrtur var einn bóndi gjörsamlega kominn með nóg. Í örvæntingu sinni kraup hann niður og tileinkaði bæ sinn, líf sitt og landsvæði til Guðs. Aðrir bændur gengu til liðs við hann og þeir báðu þess að Guð myndi hella blessun sinni yfir landið sem virtist bölvað. Þeir báðu þess að landskiki þeirra á jörðinni myndi byrja að líta út eins og hann myndi gera í himnaríki. (Matteusarguðspjall 6:10)



Drottinn heyrði bæn þeirra og veitti þeim bænasvar. (Önnur Mósebók 2:24-25). Íbúar Almolonga afsöluðu sér skurðgoðum sínum. Þau hættu að eyða löngum stundum á börum við drykkju og fóru að sækja kirkju. Margir sem voru atvinnulausir og sátu aðgerðarlausir fóru að vinna hörðum höndum. Hjónaböndum var bjargað og óvinir sættust.



Á næstu árum hættu 33 barir störfum og eftir voru aðeins þrír. Öllum fangelsum borgarinnar var lokað en það síðasta var gert upp og var framvegis kallað' "Heiðurshöllin". Kristinn borgarstjóri og kirkjuleiðtogar þar telja að um 80% íbúanna hafi tekið við Jesú sem frelsara sínum.



Eitt það magnaðasta sem gerðis í kjölfarið af þeirri vakningu sem átti sér stað var á sviði landbúnaðarins. Árum saman hafði uppskeran þjáðst af þurru landi og lélegum vinnubrögðum. Nú skilar landið allt að þremur uppskerum á hverju ári. Bændur Almolonga voru vanir að senda fjórar vörubílahleðslur af grænmeti á markaði í hverjum mánuði. Nú senda þeir 40 vörubílahleðslur í hverri viku. Bændur eru nú að staðgreiða stóra Mercedes vörubíla og láta skreyta þá með biblíuversum.



Uppskeran sjálf hefur líka breyst. Grænmetið verður nú tvöfalt stærra en áður. Gulrætur vaxa oft á stærð við framhandlegg manns. Landbúnaðarfræðingar hafa heimsótt Almolonga frá Bandaríkjunum og víðar og reynt að skilja hvernig þeir fá svo margar uppskerur á hverju ári en þeim hefur ekki tekist að finna svar við því.



Guð læknaði landið þeirra.



Heldur þú að Guði sé líka annt um þitt land?


Dag 2Dag 4

About this Plan

Doing Business Supernaturally

Ég trúði lygi í mörg ár. Þessi lygi er allt of algeng meðal kristinna manna. Ég trúði á veraldlega heilaga tvískiptingu eða það sem á enskunni kallast: "secular-sacred dichotomy." Og það hélt aftur af mér. Má bjóða þér a...

More

Við viljum þakka Thistlebend Ministries fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://dbs.godsbetterway.com/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar