Um áætlun

Að stunda viðskipti á andlega sviðinuSýnishorn

Doing Business Supernaturally

DAY 2 OF 6

Á jörðu sem á himni



Í gær lærðum við að við sem störfum í viðskiptum höfum sannarlega köllun frá Drottni. Við höfum tækifæri til að sýna kraft Guðs á einstakan og kraftmikinn hátt fyrir brotnum heimi sem þráir lausnir. Það ætti líka að hafa áhrif á það hvernig við biðjum.



Við biðjum bænina sem Jesús kenndi okkur, Faðirvorið. En hvað þýðir það eiginlega? Og hvað þýðir það fyrir vinnuna okkar?



Það þýðir að ef það er ekki á himnum þá ætti það ekki að vera á jörðinni heldur. Ef það er ekki á himnum ætti það ekki að vera í lífi mínu, lífi fjölskyldu minnar né í vinnunni minni. Það felur í sér ófyrirleitni og deilur. Það felur í sér slæma starfsmenn og slæma yfirmenn. Og það felur í sér léleg vinnubrögð og lélega þjónustu við viðskiptavini. Ekkert af þessu er hluti af áætlun Guðs.



Hvernig lítur það þá út, þegar himnaríki birtist á jörðinni?



Guðs vilji kemur fram á jörðinni líkt og hann gerir á himnum. Fólkið, fyrirtækin og samfélagið dafna vel. Menningin hefur líka áhrif til góðs. Viðskiptavinir fá þær vörur eða þjónustu sem þeir þurfa og eigandi fyrirtækisins og starfsmenn þess dafna.



Dýrð, kærleikur og kraftur Jesú birtist. Starfsmenn vinna mikið og þeir verða betri makar, foreldrar, vinir og kirkjumeðlimir. Hluti af þessum heimi er færður í átt að upprunalegri hönnun í Eden.



Þegar við höfum þetta á hreinu þá biðjum við öðruvísi. Í áratugi, sem viðskiptaleiðtogi, bað ég fyrir trúboði, að sjúkir myndu læknast og fyrir vexti kirkjunnar. Ég bað fyrir fjölskyldu og vinum. En mér fannst vandræðalegt að biðja Guð um að hjálpa mér að ná árangri í viðskiptum. Þetta var hluti af þessari fölsku tvískiptingu sem ég talaði um í gær. Þjáist bænalíf þitt af hendi þessarar lygi?



Það var maður sem starfaði við að gera við gömul húsgögn. Hann áttaði sig á því að efnin sem hann notaði til að fjarlægja gamalt lakk af húsgögnum voru slæm fyrir heilsuna og gætu valdið honum heilsufarsvandamálum. Hann íhugaði því að hætta í þessum bransa ef honum tækist ekki fundið lausn á þessum vanda. Hann lagði höfuðið í bleyti og tókst að finna upp nýtt lífrænt, óeitrað efni sem gagnaðist honum í starfi sínu. En hann vildi skila góðu verki og þetta nýja efni virkaði ekki jafn vel og það sem hann hafði verið að nota áður. Því bað hann og kona hans til Guðs um hjálp í þessum málum.



Dag einn kom hann heim með hádegismat til konu sinnar. Hún var ólétt og þegar hún vaknaði af blundi sagði hún honum frá draumi þar sem hana dreymdi um undarlega röð bréfa. Maðurinn áttaði sig á því að þetta var efnaformúla. Þegar hann fór aftur í búðina sína sameinaði hann þessi efni saman



Þessi blanda reyndist vera hin fullkomna formúla sem hann vantaði. Og hún virkaði jafnvel og efnin sem hann hafði verið að nota áður nema þessi blanda var ekki slæm fyrir heilsuna. Hann byrjaði að markaðssetja hana og hjónin seldu hana svo að lokum til stórfyrirtækis. Þau eignuðust fullt af peningum og keyptu sér stóran húsbíl og fóru og ferðuðust víðsvegar um Ameríku og boðuðu orð Guðs.



Vantar þig visku varðandi þína eigin vinnu í dag? Sérðu vandamál í þínum heimi sem þarfnast lausna? Ég get fullvissað ykkur um að Guð hefur svör og hann er tilbúinn að nota ykkur til að færa þau frá himni til jarðar. Það er þitt að spyrja... og búast við svari.



"En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á." Jóhannesarguspjall 16:13


Dag 1Dag 3

About this Plan

Doing Business Supernaturally

Ég trúði lygi í mörg ár. Þessi lygi er allt of algeng meðal kristinna manna. Ég trúði á veraldlega heilaga tvískiptingu eða það sem á enskunni kallast: "secular-sacred dichotomy." Og það hélt aftur af mér. Má bjóða þér a...

More

Við viljum þakka Thistlebend Ministries fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://dbs.godsbetterway.com/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar