Um áætlun

Að finna leiðina aftur til GuðsSýnishorn

Finding Your Way Back To God

DAY 5 OF 5

Þetta er lífið!

Guð á sér draum fyrir heiminn okkar og þér er boðið að vera hluti af þeim draum. Þetta er ómótstæðilegur dramur sem Guð hefur haft um alla eilífð. Þetta er draumur fyrir líf þitt, samfélagið þitt og allan heiminn.

Draumur Guðs er sá að þú lifir sérhvert augnablik í þeirri fullvissu að elska hans gagnvart þér sé stöðug og ástríðufull. Hans draumur er að þú sért tilbúinn að taka þá áhættu að elska aðra af því að þú veist að hann lagði allt í sölurnar til að elska þig.

Það er þess vegna sem síðasta vakningin á leið þinni aftur til Guðs er kölluðvöknum til lífsins. Þegar við áttum okkur til fullnustu á því hvað það er sem Guð býður okkur heima hjá sér þá sjáum við fyrst framtíð okkar í nýju ljósi. Við hrópum, “Þetta er lífið!” en við áttum okkur á því að “lífið” hefur nú aðra merkingu. Þetta þýðir að lifa lífi sem er betra, öflugra og hefur ríkari tilgang en það líf sem þú hefur lifað hingað til.

Nýja gangan þín með Jesú er ferðalag sem mun endast ævina út, og það sem meira er, þú þarft ekki ganga þessa leið ein(n). Þú þarft aldrei aftur að lífa lífi þínu án föður þíns á himnum aftur. Ef þú finnur freistinguna að falla aftur í gamla horfið og leita á ný eftir staðgenglum í lífi þínu og halda að þú sért með öll svörin sjálf(ur). . . þá veistu hvað þú þarft að gera.

Snúðu þá lífi þínu við og lifðu lífi sem er þess virði að lifa! Þú þekkir leiðina og heima hjá Guði er staðurinn sem þú tilheyrir.

Undirbúðu sjálfa(n) þig fyrir árin sem framundan eru. Vertu tilbúin(n) að lifa lífi sem er ólíkt öllu því sem þú hélst að værir mögulegt þegar þú tókst þá afdrifaríku ákvörðun að biðja Föðurinn um hjálp. Vakningin til lífs færir þér óvænt tækifæri og áhrif. Hvernig má það vera? Það er vegna þess að Kristur lifir innra með þér og það breytir öllu. Núna getur þú komið með von inn í aðstæður þar sem vonleysi ríkti. Núna getur þú sýnt föngum leiðina til frelsis. Núna getur þú verið ljósið í myrkrinu.

Það er að lifa lífinu lifandi!

Finndu stöðu þína í samfélagi bræðra og systra í Kristi. Myndaðu tengsl við þau, lærðu af þeim og starfaðu við hlið þeirra til að hafa góð áhrif á hjónabönd, heimili, skóla, vinnustaði og samfélagið í heild sinni.

Hjálpum öðrum að finna leiðina aftur til Guðs. Þar er hinn raunverulegi fögnuður.

Er þú horfir til baka yfir þessa fimm daga lestraráætlun, hvaða “vakningu” tengir þú mest við? Hvaða skref trúir þú að Guð sé að kalla þig til að stíga næst?

Dag 4

About this Plan

Finding Your Way Back To God

Ertu að leita leiða til að fá meira út úr lífinu? Að vilja meira er í raun löngun til að nálgast Guð á ný, hvernig svo sem samband þitt við Guð kann að vera núna. Við upplifum öll ákveðna áfanga eða tímamót þegar við fin...

More

Við viljum þakka Dave Ferguson, Jon Ferguson og WaterBrook frá Multnomah útgefandanum fyrir að útbúa þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á http://yourwayback.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar