Um áætlun

Að finna leiðina aftur til GuðsSýnishorn

Finding Your Way Back To God

DAY 4 OF 5

Guð elskar mig heitt þrátt fyrir allt

Í miðri hringiðu þessa nýja lífs þíns með föðurnum þá gæti næsta vakning virst vera meira skref aftur á bak heldur en áfram. Guð er að bjóða þér eitthvað sem þú bæði vilt og vantar—skilaboð um að þú sért velkomin(n) heim. En eitthvað innra með þér gæti streist á móti. Það að þú hafir verið boðin(n) velkominn heim af þínum himneska föður og þér boðið í fjölskyldu hans—án þess að spyrja neinnar spurninga—gæti virkað óraunhæft fyrir þann sem hefur farið svo langt í burtu frá honum í svo langan tíma.

Við köllum þennan hluta leiðarinnar til Guðskærleikurinn vaknar. Á þessum tímapunkti byrjum við að segja, “Ég á þetta ekki skilið.” Samþykki Guðs gagnvart mér er of gott til þess að ég geti trúað því. En það sem Guð segir er í svo mikilli mótsögn við það sem okkur finnst við eiga skilið að uppgötvunin er óraunveruleg fyrir flest okkar: “Guð elskar mig þrátt fyrir allt.”

Þú skilur núna af hverju við tölum um að andleg barátta fylgir heimkomu okkar. Við höfum ákveðna sannfæringu gagnvart okkur sjálfum en Guð hefur aðra. Við horfum á fortíð okkar sem er full af skömm og mistökum en hann lítur á það hver við erum í kærleika og miskunn.

Það er þess vegna sem þessi vakning skiptir svo miklu máli. Við áttum okkur á því, kannski í fyrsta sinn, að ekkert okkar á skilið annað tækifæri, ekkert okkar á skilið fyrirgefningu og ekkert okkar á skilið að vera elskað á skilyrða. Við erum það samt! Þú ert það samt! Þú átt það ekki skilið en Guð gefur þér þetta allt samt sem áður.

Ef þú ert eins og við flest þá þekkir þú væntanlega bakgrunnstónlist sem skömmin skapar. Skömmin hvíslar að þér, “Þú skiptir ekki máli” Það getur enginn elskað þig.” Skömmin öskrar, “Þú færð engin fleiri tækifæri!” Skömmin kemur með sjálfsfordæmingu þannig að þegar við upplifum náð í fyrsta sinn þá endurtökum við í sífellu, “Ég á þetta ekki skilið;

Ekki láta mistök fortíðarinnar skilgreina hver þú ert. Þannig hljómar skömmin. Þú ert ekki það sem þú hefur gert eða látið ógert. Þú ert ekki það sem gert hefur verið á þinn hlut. Þú ert sá sem Guð segir þig vera. Þú ert barnið hans.

Finnst þér eins og það sé andlegt stríð í gangi innra með þér? Ef svo er, hvernig myndir þú lýsa því?

Ritningin

Dag 3Dag 5

About this Plan

Finding Your Way Back To God

Ertu að leita leiða til að fá meira út úr lífinu? Að vilja meira er í raun löngun til að nálgast Guð á ný, hvernig svo sem samband þitt við Guð kann að vera núna. Við upplifum öll ákveðna áfanga eða tímamót þegar við fin...

More

Við viljum þakka Dave Ferguson, Jon Ferguson og WaterBrook frá Multnomah útgefandanum fyrir að útbúa þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á http://yourwayback.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar