Um áætlun

Að finna leiðina aftur til GuðsSýnishorn

Finding Your Way Back To God

DAY 3 OF 5

Ég get ekki gert þetta sjálf(ur)

Það skiptir engu máli hvar við erum stödd á leið okkar aftur til Guðs, við höfum öll eitthvað í lífi okkar sem við höldum ennþá fast í. Fyrir suma gæti þetta verið eitthvað sem þú gerir í leyni, sem enginn annar veit um. Fyrir aðra þá er það nokkuð augljóst hvað það er sem við erum ennþá að elta.

Hvað er það sem þú heldur ennþá í? Hverju þarft þú að sleppa? Það er sjaldan sem Guð setur eitthvað nýtt inn í líf þitt án þess að þú þurfir að sleppa einhverju sem er orðið gamalt og brotið.

Það er þess vegna sem næsta skrefið á eftir ,,eftirsjáin vaknar" er ,,hjálpræðið vaknar." Þessi þriðja vakning tekur stórt skref í þá átt að færa okkur nær Guði vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að við getum ekki gert þetta í eigin mætti. En hvað gerist næst?

Við hringjum í vin og eigum við hann samtal. Við skráum okkur í stuðningshóp. Við stöndum okkur sjálf að því að setjast á aftasta bekk í kirkju. Við föllum niður á kné og grátum upphátt, “Guð ef þú ert raunverulegur. . . !”

Að snúa sér frá eyðileggjandi valkostum og að leita sér hjálpar er mikilvægt skref til iðrunar. Að iðrast þýðir einfaldlega að við snúum aftur heim og förum aftur á þann stað sem við komum frá, á staðinn sem okkur ber að vera á. Að fara heim snýst um að fá fyrirgefningu og að fá staðfestingu um það að við eigum líf í vændum eftir að tími okkar á jörðunni er liðinn, en það er snýst einnig um að finna nýjan tilgang og stefnu í lífinu sem þú getur ekki fundið annars staðar. Þetta snýst um að eiga samband við Guð. Þetta snýst um að taka nýja stefnu í lífinu og fara aftur á staðinn þaðan sem þú komst, þar sem þér ber að vera. Guð breytir þér þegar þú iðrast. Þú verður öðruvísi. Biblían segir að andi Guðs komi og búi innra með þér, sem leiðir til sjáanlegra og viðvarandi umbreytinga.

Hafðu það í huga að iðrun þýðir ekki að þér þurfi að líða illa. Biblían segir að sönn iðrun leiði til “endurlífgunartíma” frá Drottni. Iðrun snýst um að byrja upp á nýtt og viðurkenna, “Ég þarf hjálp.” Köllunin til iðrunar og að snúa sér frá syndinni og aftur heim, á við okkur öll.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem þú ferð aftur heim. Stattu upp þar sem þú ert staddur og farðu aftur heim á þann stað sem þér ber að vera. Slæmu ákvarðanirnar úr fortíð þinni skipta ekki máli. Guð er að segja við þig, “Hvað sem þú hefur gert, hvað sem þú ert orðinn, skiptir ekki máli. Komdu bara heim.”

Hvers þarft þú að iðrast í dag? Hvernig gæti iðrunin leitt þig að &þmmew.kb. ,.zsldquo;endurlífgunartíma” með Guði?

Ritningin

Dag 2Dag 4

About this Plan

Finding Your Way Back To God

Ertu að leita leiða til að fá meira út úr lífinu? Að vilja meira er í raun löngun til að nálgast Guð á ný, hvernig svo sem samband þitt við Guð kann að vera núna. Við upplifum öll ákveðna áfanga eða tímamót þegar við fin...

More

Við viljum þakka Dave Ferguson, Jon Ferguson og WaterBrook frá Multnomah útgefandanum fyrir að útbúa þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á http://yourwayback.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar