Um áætlun

Skref til iðrunarSýnishorn

Acts of Repentance

DAY 5 OF 5

Guð sendi sinn eina son Jesú til jarðarinnar til þess að gefa okkur nýtt líf. Í Lúkarsarguðspjalli 5:27-32 skilgreinir Jesú tilgang sinn á efirfarandi hátt: ,,Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta til afturhvarfs heldur syndara.“ Kristur kom til þess að syndarar eins og ég og þú gætu fengið nýtt líf í gegnum iðrun okkar og fyrirgefningu hans. Líf okkar mun aldrei verða aftur eins þegar við iðrumst og leitumst eftir fyrirgefningu hans. Tilgangur Jesú er einnig tilgangur okkar. Við erum ekki kölluð til þess að þjóna hinum réttlátu heldur til þeirra sem eru týndir og þurfa á fyrirgefningu að halda. Ef þú hefur einlæglega iðrast af syndum þínum þá hefur Guð fyrirgefið syndir þínar og þá hefur þú sögu að segja til þeirra sem þurfa á iðrun að halda. Breytingin sem átt hefur stað í þínu lífi getur haft sömu áhrif á líf annarra. Hvern þekkir þú sem þarfnast þess að iðrast og að taka á móti fyrirgefningu Guðs? Hvernig getur þín saga um fyrirgefningu Guðs hjálpað öðrum að iðrast?

Ritningin

Dag 4

About this Plan

Acts of Repentance

Iðrun er lykilatriði í því að meðtaka Krist sem frelsara sinn. Þegar við iðrumst þá mætir Guð okkur með fyrirgefningu sinni og fullkomnum kærleika. Í þessari 5 daga lestraráætlun verður farið daglega í gegnum tiltekin ve...

More

We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar