Um áætlun

Af hverju páskar?Sýnishorn

Why Easter?

DAY 4 OF 5

Frelsi fyrir hvað?  



Jesús er ekki lengur líkamlega á jörðinni, en hann hefur ekki skilið okkur eftir ein. Hann sendi Heilagan anda sinn til að vera með okkur. Þegar andi hans kemur til að búa innra með okkur gefur hann okkur nýtt frelsi.



Frelsi til að þekkja Guð



Það sem við gerum rangt veldur fyrirstöðu á milli okkar og Guðs: „Sekt yðar skilur yður frá Guði yðar“ (Jesaja 59:2). Þegar Jesús dó á krossinum fjarlægði hann hindrunina sem var á milli okkar og Guðs. Fyrir vikið hefur hann gert okkur kleift að eiga samband við skapara okkar. Við verðum synir hans og dætur. Andinn fullvissar okkur um þetta samband og hann hjálpar okkur að kynnast Guði betur. Hann hjálpar okkur að biðja og skilja orð Guðs (Biblíuna).



Frelsi til að elska



„Við elskum því að Guð elskaði okkur að fyrra bragði“ (1 Jóhannesarbréf 4:19). Þegar við horfum á krossinn skiljum við kærleika Guðs til okkar. Þegar andi Guðs kemur til að búa innra með okkur upplifum við þann kærleika. Þegar við gerum það, tökum við á móti nýjum kærleika til Guðs og til annars fólks. Við erum gerð frjáls til að lifa kærleiksríku lífi – lífi sem miðast við að elska og þjóna Jesú og elska og þjóna öðru fólki frekar en lífi sem snýst um okkur sjálf.



Frelsti til að breytast



Fólk segir stundum: „Þú ert það sem þú ert. Þú getur ekki breyst.’ Góðu fréttirnar eru þær að með hjálp andans getum við breyst. Heilagur andi gefur okkur frelsið til að lifa því lífi sem við innst inni höfum alltaf viljað lifa. Páll postuli segir okkur að ávöxtur andans sé „kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi“ (Galatabréfið 5:22-23). Þegar við biðjum anda Guðs að koma og búa innra með okkur, byrja þessir dásamlegu eiginleikar að vaxa í lífi okkar.


Dag 3Dag 5

About this Plan

Why Easter?

Hvað er svona mikilvægt við páskana? Af hverju er svona mikill áhugi á manneskju sem fæddist fyrir 2000 árum? Af hverju eru svona margir spenntir fyrir Jesú? Af hverju þurfum við á honum að halda? Hvers vegna kom hann? H...

More

Við viljum þakka Alpha og Nicky Gumbel fyrir að veita þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://alpha.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar