Um áætlun

Af hverju páskar?Sýnishorn

Why Easter?

DAY 3 OF 5

Frelsi frá hverju?



Jesús greiddi, með blóði sínu á krossinum, lausnargjaldið til að frelsa okkur.



Frelsi frá sektarkennd



Hvort sem við finnum fyrir sektarkennd eða ekki, þá erum við öll sek frammi fyrir Guði vegna þess hve oft við höfum brotið lög hans í hugsun, orði og verki. Rétt eins og þegar einhver fremur glæp þarf að sæta refsingu, á sama hátt er refsing fyrir að brjóta lög Guðs. „Laun syndarinnar er dauði“ (Rómverjabréfið 6:23).



Afleiðing þess sem við gerum rangt er andlegur dauði – að vera útilokaður frá Guði að eilífu. Við eigum öll skilið að sæta þeirri refsingu. Á krossinum tók Jesús refsinguna í stað okkar svo að okkur væri algerlega fyrirgefið og hægt væri að taka sekt okkar í burtu.



Frelsi frá fíkn



Jesús sagði að „Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar“ (Jóhannes 8:34). Jesús dó til að frelsa okkur úr þeirri þrælkun. Á krossinum var kraftur þessarar fíknar brotinn. Þó að við gætum enn fallið af og til, þá er kraftur þessarar fíknar rofinn þegar Jesús frelsar okkur.



Frelsi frá ótta



Jesús kom til þess að „hann með dauða sínum gæti að engu gert þann sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, og frelsað alla þá sem lifðu allan sinn aldur undir ánauðaroki af ótta við dauðann“ (Hebreabréfið 2:14-15). Við þurfum ekki lengur að óttast dauðann.



Dauðinn er ekki endirinn fyrir þau sem Jesús hefur frelsað. Frekar er hann hliðið til himins, þar sem við verðum frjáls frá jafnvel nærveru syndar. Þegar Jesús frelsaði okkur frá ótta við dauðann, frelsaði hann okkur líka frá öllum öðrum ótta.


Dag 2Dag 4

About this Plan

Why Easter?

Hvað er svona mikilvægt við páskana? Af hverju er svona mikill áhugi á manneskju sem fæddist fyrir 2000 árum? Af hverju eru svona margir spenntir fyrir Jesú? Af hverju þurfum við á honum að halda? Hvers vegna kom hann? H...

More

Við viljum þakka Alpha og Nicky Gumbel fyrir að veita þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://alpha.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar