Um áætlun

Af hverju páskar?Sýnishorn

Why Easter?

DAY 1 OF 5

Af hverju þurfum við á Jesú að halda?



Þú og ég vorum sköpuð til að lifa í sambandi við Guð. Þangað til við finnum það samband mun alltaf vanta eitthvað í líf okkar. Vegna þess erum við oft meðvituð um gjá. Einn rokksöngvari lýsti þessu með því að segja: „Ég er með tómarúm innst inni.“



Kona skrifaði í bréfi til mín um „djúpt, djúpt tómarúm.“ Önnur ung stúlka talaði um að „bút vantaði í sál hennar“.



Fólk reynir að fylla þetta tómarúm með ýmsum hætti. Sumir reyna að loka bilinu með peningum, en það er ekki fullnægjandi. Aristotle Onassis, sem var einn ríkasti maður í heimi, sagði við lok lífs síns: „Milljónir eru ekki alltaf sambærilegar við það sem maður þarf út úr lífinu.“



Aðrir prófa eiturlyf eða of mikið áfengi eða kynferðislegt lauslæti. Ein stúlka sagði við mig: „Þessir hlutir veita ánægju samstundis en þeir láta þér líða tómum á eftir.“ Enn aðrir reyna erfiðisvinnu, tónlist, íþróttir eða leitast við að ná árangri. Það er kannski ekkert athugavert við þessa hluti í sjálfu sér, en þeir seðja ekki þetta hungur sem er djúpt innra með sérhverri manneskju.



Jafnvel nánustu mannlegu sambönd, þótt þau séu dásamleg, fullnægja sjálf ekki þessu „tómarúmi innst inni“. Ekkert mun fylla þetta skarð nema sambandið við Guð sem við vorum sköpuð fyrir.



Samkvæmt Nýja testamentinu er ástæðan fyrir þessu tómarúmi að karlar og konur hafa snúið baki við Guði.



Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins“ (Jóhannes 6:35). Hann er sá eini sem getur seðjað okkar dýpsta hungur því hann er sá sem gerir það mögulegt að samband okkar við Guð verði endurreist.



a) Hann seðjar hungur okkar í merkingu og tilgang lífsins



Aðeins með sambandi við Skapara okkar finnum við hina sönnu merkingu og tilgang lífs okkar.

b) Hann seðjar hungur okkar í líf handan dauðans



Flestir vilja ekki deyja. Við þráum að lifa handan dauðans. Aðeins í Jesú Kristi finnum við eilíft líf.

c) Hann seðjar hungur okkar í fyrirgefningu



Ef við erum heiðarleg verðum við að viðurkenna að við gerum öll hluti sem við vitum að eru rangir. Með dauða sínum á krossinum gerði Jesús okkur kleift að fá fyrirgefningu og vera færð aftur í samband við Guð.

Ritningin

Dag 2

About this Plan

Why Easter?

Hvað er svona mikilvægt við páskana? Af hverju er svona mikill áhugi á manneskju sem fæddist fyrir 2000 árum? Af hverju eru svona margir spenntir fyrir Jesú? Af hverju þurfum við á honum að halda? Hvers vegna kom hann? H...

More

Við viljum þakka Alpha og Nicky Gumbel fyrir að veita þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://alpha.org/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar