Um áætlun

JESÚS ​​ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

DAY 6 OF 9

“Að gera hið ómögulega mögulegt”



Í þessari sögu er Jesú að benda á að það er mikið að okkur öllum en peningar hafa þann eiginleika að blinda okkur gagnvart því sem er raunverulega að okkur. Í raun hafa peningar það mikinn kraft til þess að blinda okkur gagnvart okkar raunverulegu andlegu stöðu að við þurfum inngrip frá náðarsömum og stórkostlegum Guð til þess að sjá það. Án kraftaverks frá Guði væri það ómögulegt fyrir okkur að sjá það. Án náðar hans.



Leiddu huga að því hvaða ráð Jesús gaf þessum unga manni. Þessi maður þurfti á ráðleggingum að halda jafnvel þótt hann virtist hafa allt sitt á hreinu. Hann var vel efnaður, hann var ungur og líklega vel útlítandi, líklega er það erfitt að vera ungur og ríkur án þess að líta vel út. En samt var hann ekki með allt sitt á hreinu. Ef svo hefði verið þá hefði hann aldrei komið til Jesú og spurt, ,,Meistari, hvað gott á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?”



Allir guðræknir Gyðingar hefðu vitað svarið við þessari spurningu. Rabbíarnir voru sífellt að spyrja þessarar spurningart í skrifum sínum og kennslu. Svarið var alltaf það sama og hópar með ólíka hugmyndafræði voru sammála um það. Svarið var, ,,Hlýddu lögmálum Guðs og forðastu alla synd.” Ungi maðurinn hefði átt að vita þetta svar. En hvers vegna var hann þá að spyrja Jesú?



Innsýn Jesú inn í líf unga mannsins var, ,,Það er eitt sem þér er vant” og það hjálpar okkur að fanga það sem ungi maðurinn var að berjast við. Ungir maðurinn var að segja, ,,Veistu hvað, ég hef gert allt rétt: Ég hef náð góðum árangri í fjármálum, er vel tengdur félagslega, hef gert allt rétt siðferðislega og hef náð góðum trúarlegum árangri í mínu lífi. Ég hef heyrt að þú værir góður Rabbíi og er að velta fyrir mér hvort ég hafi misst af einhverju. Ég skynja að það er eitthvað sem mig vantar.”



Auðvitað er það eitthvað sem hann vantar. Allir þess sem treysta á eigin verk til að tryggja sér eilíft líf munu komast að því að, þrátt fyrir allt sem þeir/þau hafa gert þá stendur samt sem áður eftir tómleikatilfinnig, óöryggi og efi. Það er augljóst að eitthvað vantar. Hvernig getur nokkur vitað fyrir víst að þeir/þau séu nógu góð?



Hvernig getur þú unnið að frama þínum án þess að falla í þá gryfju sem aukin auðæfi geta búið til? Á hvern hátt hefur fagnaðarerindið breytt eða hvernig gæti það breytt viðhorfum þínum gagnvart peningum?



Úrdráttur frá JESUS THE ​​KING eftir Timothy Keller.

Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller



Einnig frá JESUS ​​KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.

Ritningin

Dag 5Dag 7

About this Plan

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okk...

More

Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar