Um áætlun

JESÚS ​​ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

DAY 4 OF 9

“Réttlaus ákveðni”



,,Hún svaraði honum: „Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna.“

Og Jesús sagði við hana: „Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.“ Hún fór heim, fann barnið liggjandi á rúminu og illi andinn var farinn..

(Markúsarguðspjall 7:28–30)



Með öðrum orðum er hún að segja, ,,Já, Drottinn en hundarnir borða líka af þessu borði og ég er hér komin til að fá mitt líka." Jesús segir henni dæmisögu sem inniheldur bæði áskorun og tilboð og konan skilur það sem Jesús er að segja. Varðandi áskorunina segir hún: ,,Allt í lagi, ég skil hvað þú átt við. Ég er ekki frá Ísrael og tilbið ekki þann Guð sem Ísraelsmenn tilbiðja. Ég á því ekki minn stað við borðið. Ég samþykki það alveg.”



Er þetta ekki ótrúlegt? Hún móðgast ekki og stendur ekki fast á rétti sínum. Hún segir, ,,Allt í lagi. Mögulega á ég ekki minn stað við borðið en það er nóg pláss fyrir alla í heiminum og ég þarf á mínu að halda núna.” Hún tekst á við Jesú af virðingu en hún ætlar ekki að samþykkja neitun. Ég elska það sem þessi kona er að gera.



Við höfum ekki þessa ákveðni lengur í okkar vestrænu menningu. Við höfum aðeins ákveðni þegar kemur að því að standa á rétti okkar. Við vitum ekki hvernig við eigum að beita okkur á annanb hátt en að standa á rétti okkar og virðingu og segjum, ,,Þetta er það sem ég á rétt á.” En það er ekki það sem þessi kona er að gera. Það sem hún er að gera er að nota réttlausa ákveðni og það er eitthvað sem við vitum lítið um. Hún er ekki að segja, ,,Drottinn gefðu mér það sem ég á skilið því að ég á rétt á því.” Hún er hins vegar að segja, “Gefðu mér það sem ég á ekki skilið vegna þess að þú ert góður og ég þarf að því að halda núna.” Tekur þú eftir því hversu merkilegt það er að hún skilur og samþykkir bæði áskorunina og tilboðið sem því fylgir?



Góð þýðing á svari Jesú til hennar væri ,,þetta var frábært svar!” Sumar þýðingar túlka orð Jesú svona, ,,Yndislegt svar, ótrúlegt svar.” Og þannig var beiðni hennar svarað og dóttir hennar læknaðist.



Hvernig mun trú heiðnu konunnar hafa áhrif á það hvernig þú nálgast Guð?



Úrdráttur frá JESUS THE ​KING eftir Timothy Keller.

Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller



Einnig frá JESUS ​​KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.

Ritningin

Dag 3Dag 5

About this Plan

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okk...

More

Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar