Um áætlun

JESÚS ​​ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

DAY 5 OF 9

“Jesús mun deyja”



Með því að nota orðið "mun," þá er Jesús að benda á að hann var búinn að ákveða að deyja og að gera það sjálfviljugur. Hann er ekki einungis að spá fyrir um að það muni gerast. Það er væntanlega þetta sem særir Pétur mest af öllu. Það er eitt ef Jesús hefði sagt, ,,Ég mun berjast og bíða lægri hlut,” en það er annað að segja, ,,Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom; Ég ætla mér að deyja!” Pétur gat ekki skilið það.



Þetta er ástæðan fyrir því að Pétur byrjar að "andmæla" honum um leið og Jesús segir þetta. Þetta er orðið sem notað er annars staðar um það sem Jesús gerir við illa anda. Með öðrum orðum þá er Pétur að andmæla Jesú á eins harðorðan hátt og hann getur. Hvers vegna varð Pétri svona mikið niðri fyrir að hann ávarpaði Jesú svona harkalega rétt eftir að hann kallaði hann Messías? Frá þvi að Pétur var ungur drengur hafði hann alltaf heyrt að þegar Messías kæmi þá myndi hann sigrast á óréttlæti og á hinu illa og myndi ríkja sem konungur. En hér segir Jesús, ,,Já, ég er Messías, konungurinn, en ég kom ekki til þess að lifa heldur til þess að deyja. Ég er ekki kominn til að taka völdin heldur til þess að gefa þau frá mér, ég er ekki hér til þess að stjórna heldur til þess að þjóna. Þannig ætla ég að sigrast á hinu illa og setja allt í réttar skorður.”



Jesús sagði ekki bara að Mannssonurinn myndi þjást, heldur sagði hann að Mannssonurinn yrði að þjást. Orðið þjáning skiptir svo miklu máli að hann notaði það tvisvar: ,,Mannssonurinn á margt að líða . . . og menn munu lífláta hann.” Orðið ,,mun" breytir og stjórnar setningunni, og segir til um að allt á þessum lista sé nauðsynlegt. Jesús mun þjást, honum mun verða hafnað, hann mun verða drepinn, hann mun rísa upp frá dauðum. Þetta er eitt mikilvægasta orðið í sögu mannkyns og þetta er orðið sem setur ótta í hjörtu mannanna. Það sem Jesús sagði var ekki bara að hann ,,kom til að deyja” heldur að hann ,,verður að deyja. Það er algjörlega nauðsynlegt að ég deyi. Heimurinn getur ekki breyst og þú getur ekki breytt lífi þínu án þess að ég deyi.” Hvers vegna var það algjörlega nauðsynlegt fyrir Jesú að deyja?



Pétur átti mjög erfitt með að meðtaka það að Jesús yrði að deyja. Hvers vegna var það svona erfitt fyrir hann, og okkur, að meðtaka það?



Úrdráttur frá JESUS THE ​​KING eftir Timothy Keller.

Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller



Einnig frá JESUS ​​KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.

Ritningin

Dag 4Dag 6

About this Plan

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okk...

More

Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar