Um áætlun

Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 6 OF 46

Að bera kennsl á óánægjuna



Tímabil páskaföstunnar leiðir okkur í gegnum sorgina sem einkenndi síðustu daga Jesú fyrir krossfestinguna. Þegar við lesum einlægt samtal Jesú við lærisveina sína í loftstofunni, þá ímyndum við okkur gleði vináttunnar samblandað við sorgina vegna yfirvofandi svika vinar. Er við komum að myrkrinu við handtöku Jesú, réttarhöldunum, og barsmíðum, þá grátum við yfir þessum fyrstu kristnu einstaklingum, og er við reynum að bjarga Jesú frá okkur sjálfum, þá hryggjumst við yfir Péturslegum svikum okkar. Hefð páskaföstunnar - fjörtíu daga fórn - er ein leið til að syrgja dauðann sem syndin hefur orsakað í lífum okkar. Þegar við sjáum Jesú standast fullkomlega gegn freistingum Satans í óbyggðunum, þá játum við okkar eigin annmarka, okkar eigin ófullnægjandi fórn. Þetta tímabil þegar við "fórnum" er djúpstæð leið til að minnast þess hversu brýn þörfin er fyrir Jesú Krist.
Dag 5Dag 7

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum...

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar