Um áætlun

Hugleiðingar um páskaföstuna úr Heilögu Biblíunni: MósaíkSýnishorn

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

DAY 8 OF 46

Innantóm fórn (Eileen Button)



Líkt og mörg kaþólsk börn, þá sleppti ég sætindum í meira en 40 daga yfir lönguföstuna. Ég man eftir því að læðast niður á páskadagsmorgni í þeirri von um að finna þar stórkostlega páskakanínu úr gegnheilu súkkulaði. Eftir að hafa þraukað í gegnum þessa þrautagöngu fórnarinnar, þá gat ég ekki beðið eftir því narta í löng og gómsæt eyru kanínunnar.



Ég varð stundum fyrir vonbrigðum þegar ég fann innantóman kross úr súkkulaði í körfunni minni í stað kanínunnar sem mig langaði í. Þarna stóð pyntingartæki Frelsarans úr mjólkursúkkulaði í grænu plastgrasi og umkringt litríku sælgæti. Í stað brotins líkama Krists, þá voru bleik og gul blóm úr sykri á krossinum. Ég gat með engu móti borðað það. Það virkaði eins og guðlast. Þrátt fyrir að það var næstum ómögulegt fyrir mig að þrauka þessa löngu, nammilausu daga páskaföstunnar, þá olli smæð "fórnar" minnar alltaf áfalli þegar ég stóð andspænis súkkulaðikrossinum á páskamorgni. Jafnvel barn glímir við raunveruleika hinnar endanlegu fórnar Krists.



Hið árlega tímabil páskaföstunnar er ráðgáta fyrir marga. Það að neita okkur um ánægju og eftirlæti - jafnvel um stutta stund - virðist óþarflega úrelt í "ég vil þetta núna" menningu okkar. Páskafastan er markviss og stöðug stígandi sem leiðir að glymjandi látum föstudagsins langa og hinni stórkostlegu aríu páskasunnudagsins. Þetta er tímabil sem einkennist af meðvituðum og viljandi gerðum.



En við flækjumst oft sjálf fyrir okkar bestu áformum. Þegar við föstum á fæðu eða tækni (eða hvað það er sem grípur hjarta okkar og ógnar því að taka það pláss sem einungis Guð getur fyllt) þá gætum við freistast til að finna fyrir stolti eða hroka í tengslum við fórn okkar. Það sem við ákveðum að sleppa hrópar stundum innra með okkur sem "þörf" sem þarf að mæta. Í stað þess að einblína á Jesú Krist, þá getur athygli okkar dregist hættulega að því sem ákveðum að sleppa.



Engu að síður getur iðkun páskaföstunnar verið dýrmæt þjálfun. Það er erfitt að skilja hvaða áhrif stöðug tilfinning um að við eigum rétt á hinu og þessu hefur á líkama okkar og sál. Menning okkar tilbiður við fætur unaðarins og hneygir sig djúpt fyrir öllum þeim ljúffengu tilboðum sem hún hefur upp á að bjóða. Á meðan við "skóflum því inn" getum við orðið ónæm fyrir þörfum okkar - hinu raunverulega hungri - í lífi okkar. Iðkun páskaföstunnar getur hjálpað okkur að glíma við ástæðurnar að baki eilífri neyslu okkar. Þegar við ákveðum að sleppa því sem nær ekki að raunverulega uppfylla, þá stöndum við andspænis erfiðum spurningum. Getum við trúað Jesú þegar hann segir, "Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur hverju því orði sem fram gengur af munni Drottins"? Hvernig getum við búið til rými fyrir Frelsara okkar í lífi okkar. Getum við skilið raunveruleika föstudagsins langa og lifað í kaldhæðni hans?



Á páskaföstunni stöndum við frammi fyrir þeirri að áskorun þessara spurninga og annarra sem á sál okkar leita. Hún býður okkur að stökkva sjálfviljug af hamsturshjóli neyslunnar og upplifa smáskammt af því að halda sér frá stöðugri, hugsunarlausri undanlátsemi. Hún er þess umkomin að gefa okkar frávita efnishyggju nauðsynlega hvíld.



Líkt og margir trúaðir, þá held ég fast í árlega þjálfun páskaföstunnar og held áfram að sleppa einhverju sem ég neyti. Ég held upp á þetta tímabil bindindis, leitunar, og opinberunar. Á hverju ári, læri ég eitthvað nýtt.



Kannski var ég - og er enn - særður vegna innantóma súkkulaði krossins vegna þess að hann táknar það sem er of oft satt um andlegt líf okkar: Það sem við sjáum að utan kann að virðast fallegt, en við getum verið sorglega tóm. Annað kastið, þá brýst raunveruleiki fórnar Jesú Krists og kraftur kærleika hans inn í hert hjörtu okkar. Uppgötvunin, líkt og skvetta af ísköldu vatni í þreytt andlit okkar, fær okkur til að taka andköf. Hinn innantómi hluti sálar okkar getur verið fylltur.
Dag 7Dag 9

About this Plan

Devotions for Lent from Holy Bible: Mosaic

Þessar daglegu hugleiðingar fara í gegnum tímabil pásakaföstunnar á 46 dögum og er aðlagað frá Heilagri Biblíu: Mósaík, þar sem þær taka saman tilvitnanir, lestra, og Ritningartexta til að hjálpa þér að fókusa huga þínum...

More

Við viljum þakka Tyndale House Publishers fyrir örlæti þeirra í að leyfa okkur að nota hugleiðingar fyrir páskaföstuna úr Holy Bible: Mosaic. Til að læra meira um Holy Bible: Mosaic, þá getið þið skoðað: www.tyndale.com/p/holy-bible-mosaic-nlt/9781414322056

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar