Um áætlun

Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 5 OF 7




Það var hávaðasamt á hæðinni þar sem María stóð álengdar, og horfði döprum augum á það sem var að gerast. Þessum hræðilega atburði, þar sem verið var að krossfesta son hennar Jesú, mundi hún aldrei gleyma.

Hvernig gerðist þetta allt saman? Hvernig mátti það vera að hið undursamlega líf Jesú gæti endað á svo hræðilegan hátt? Hvernig gat Guð leyft að sonur hans yrði negldur á kross til að deyja þar? Hafði Jesús rangt fyrir sér varðandi það hver hann var? Hafði Guð brugðist?

Nei! Guð hafði ekki brugðist. Jesú hafði ekki orðið á nein mistök. Jesús vissi alltaf að hann yrði tekinn af lífi af illa innrættum mönnum. Meira að segja þegar Jesús var lítið barn hafði gamall maður, Símon að nafni, sagt Maríu að sorg væri framundan.

Nokkrum dögum áður en Jesús var krossfestur kom kona nokkur og helti ilmandi smyrslum á fætur hans. "Hún er að sóa peningum,"kvörtuðu lærisveinarnir. "Hún hefur gert góðverk," sagði Jesús. "Hún var að búa mig til greftrunar." Einkennilega til orða tekið!

Eftir að þetta gerðist gerði Júdas, einn af lærisveinunum tólf, samkomulag við æðstu prestana um að svíkja Jesú fyrir 30 silfurpeninga.

Þegar páskahátíð Gyðinga fór í hönd, hélt Jesús síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum. Hann sagði þeim margt yndislegt um Guð og frá loforðum hans til þeirra er elska hann. Síðan tók hann brauð og bikar og rétti þeim til að skipta með sér. Þetta var til að minna þá á, að líkami og blóð Jesú var gefið til fyrirgefningar syndanna.

Þá sagði Jesús vinum sínum að hann yrði svikinn og að þeir myndu yfirgefa hann. "Ekki mun ég yfirgefa þig," fullyrti Pétur. "Áður en haninn galar, munt þú afneita mér þrisvar," sagði Jesús.

Seinna um kvöldið fór Jesús til að biðjast fyrir í Getsemane garðinum. Lærisveinarnir, sem voru með honum, féllu í svefn á meðan. "Ó faðir minn," bað Jesús, "...tak þennan bikar frá mér. Samt ekki eins og ég vil, heldur eins og þú vilt."

Skyndilega kom flokkur manna inn í garðinn með Júdas í forustu. Jesús veitti ekki mótspyrnu en Pétur hjó eyra af manni. Jesús snart eyra mannsins og læknaði hann fullkomlega. Jesús vissi að handtaka hans var samkvæmt vilja Guðs.

Þeir tóku Jesú og fóru með hann heim til æðsta prestsins. Þar sögðu yfirmennirnir að taka ætti Jesú af lífi. Skammt frá stóð Pétur hjá eldinum og horfði á.

Þrisvar sinnum einblíndi fólkið á Pétur og sagði, "Þú varst með Jesú!" og þrisvar afneitaði hann, nákvæmlega eins og Jesús sagði að hann mundi gera. Pétur, meira að segja, bölvaði og ragnaði.

Samstundis galaði hani. Það var sem Pétur heyrði rödd Guðs. Þá minntist Pétur orða Jesú, og grét sáran.

Júdas var hryggur. Hann vissi að Jesús var hvorki sekur um að drýgja nokkra synd né glæp." Júdas skilaði aftur silfurpeningunum þrjátíu, en prestarnir neituðu að taka við þeim.

Júdas fleygði peningunum niður, fór út og hengdi sig.

Prestarnir færðu Jesú fram fyrir Pílatus, rómverska ríkisstjórann. Pílatus sagði, "Ég finn enga sök hjá þessum manni." En múgurinn hélt áfram að hrópa, "Krossfestið hann! Krossfestið hann!"

Loks gafst Pílatus upp og kvað upp dóm að Jesús yrði krossfestur. Hermennirnir misþyrmdu Jesú, hræktu í andlit hans, og húðstrýktu hann. Þeir fléttuðu kórónu úr löngum, skörpum þyrnum og þrýstu henni niður á höfuð hans. Síðan negldu þeir hann á viðarkross til að deyja.

Jesús vissi alltaf að hann mundi deyja þannig. Hann vissi líka að dauði hans mundi færa syndurum, sem á hann trúa, fyrirgefningu. Tveir afbrotamenn voru krossfestir við hlið Jesú. Annar þeirra trúði á Jesú og fór með honum til himnaríkis, en hinn ekki.

Eftir að hafa þjáðst tímum saman, sagði Jesús, "Það er fullkomnað," og dó. Starf hans var fullkomnað. Vinir hans jörðuðu hann í einkagrafreit.

Rómverskir hermenn innsigluðu síðan grafhýsið og gættu þess. Engum var nú kleyft að fara inn eða út.

Hversu sorglegt það væri, ef þetta væri endir sögunnar. En Guð gerði dásamlegt kraftaverk og dauði Jesú varaði ekki lengi.

Snemma morguns, á fyrsta degi vikunnar þegar nokkrir af lærisveinum Jesú komu að gröfinni, hafði steininum verið velt frá grafhýsinu. Er þeir litu inn sáu þeir að Jesús var þar ekki lengur.

Kona ein stóð grátandi úti fyrir grafhýsinu. Jesús birtist henni! Hún flýtti sér, full af gleði, til að segja lærisveinunum frá. "Jesús er lifandi! Jesús er risinn upp frá dauðum!"

Skömmu síðar birtist Jesús lærisveinunum og sýndi þeim naglaförin á höndum sínum. Það var satt. JESÚS VAR LIFANDI Á NÝ! Hann fyrirgaf Pétri fyrir að hafa afneitað sér og sagði lærisveinunum að segja öllum frá því sem gerðist. Síðan fór hann aftur til himna, þaðan sem hann hafði komið á fyrstu jólunum forðum.

Endir

Ritningin

Dag 4Dag 6

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar