Um áætlun

Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 4 OF 7




Fyrir ævalöngu síðan sendi Guð engilinn Gabríel með skilaboð til gyðingastúlku sem hét María. “Þú munt eignast son og hann á að heita Jesús. Hann mun ríkja að eilífu og verða kallaður sonur hins hæsta.”

“Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef aldrei haft mök við nokkurn karlmann?” Engillinn sagði Maríu að barnið kæmi frá Guði, og mundi ekki eiga mannlegann föður.

Engillinn sagði Maríu að Elísabet frænka hennar, þótt ófrjó væri, ætti líka von á barni. Annað kraftaverk! Skömmu síðar fór María að heimsækja Elísabetu, og Þær lofuðu Guð saman.

María var trúlofuð manni sem hét Jósef. Það olli Jósef miklum vonbrygðum er hann frétti að María ætti von á barni. Hver skyldi faðirinn vera?

Engill Guðs birtist Jósef í draumi og sagði honum að barnið væri sonur Guðs, og að hann ætti að láta hann heita Jesú.

Jósef trúði, og var hlýðinn Guði. Hann var líka hlýðinn lögum landsins, og vegna nýrra laga þurfti hann og María að fara til Betlehem til að láta skrásetja sig.

Nú var María að því komin að fæða barnið, en Jósef fékk hvergi inni. Öll gistihús voru full í Betlehem.

Að lokum tókst þeim að finna fjárhús, og þar fæddist Jesús. María lagði litla Jesú sinn í eina jötuna.

Þar skammt frá voru fjárhirðar að gæta hjarðar sinnar. Engill Drottins birtist og bar þeim fagnaðarfréttir.

“Í dag er ykkur frelsari fæddur í borg Davíðs, sem er Kristur Drottinn. Þið munuð finna barnið liggjandi í jötu.”

Skyndilega birtist englaskari mikill sem lofaði Guð og sagði, “Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.”

Hirðarnir flýttu sér nú til Betlehem. Eftir að þeir fundu barnið, sögðu þeir öllum frá því sem engillinn hafði sagt þeim um Jesú.

Fjörutíu dögum síðar fóru Jósef og María með Jesú til musterisins í Jerúsalem. Þar hittu þau mann er Símon hét, og einnig spákonuna Önnu, sem bæði lofuðu Guð og þökkuðu honum fyrir barnið.

þau vissu að Jesús væri sonur Guðs, hinn væntanlegi frelsari. Jósef fórnaði tveimur fuglum, að hætti fátækra foreldra, er þau færðu nýfætt barn sitt fram fyrir Drottinn.

Nokkru síðar birtist stjarna ein og vísaði vitringum frá Austulöndum til Jerúsalem. “Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga?” spurðu þeir. “Við erum komnir til að veita honum lotningu.”

Heródes konungur skelkaðist er honum bárust fréttirnar. Hann spurði vitringana um Jesú. “Ég vil veita honum lotningu líka,” laug Heródes, því hann vildi að Jesús yrði drepinn.

Stjarnan vísaði vitringunum beint til hússins þar sem Jósef, María og Jesús áttu heima. Glaðir mjög, og af mikilli lotningu, færðu vitringarnir Jesú ríkulegar gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Guð sagði vitringunum að snúa ekki aftur til Heródesar. Heródes varð ofsareiður og ákvað að að myrða Jesú. Hann lét myrða öll sveinbörn í Betlehem.

En Heródes tókst ekki að skaða son Guðs! Engill birtist Jósef í draumi og sagði honum að flýja með Maríu og barnið til Egyptalands.

Eftir dauða Heródesar, snéri Jósef aftur heim með Maríu og Jesú. Þau áttu heima í litlum bæ í Galíleu sem heitir Nasaret.

Endir

Dag 3Dag 5

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar