Um áætlun

Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 7 OF 10

Dauðinn

Mér hefur alltaf fundist það undarlegt að dagurinn í dag kallast Föstudagurinn langi. Maðurinn minn gerir oft grín að mér af því að ég ruglast stundum á föstudeginum langa (e: Good Friday) og svörtum föstudegi (e: Black Friday) því ég kalla stundum föstudaginn langa, svarta föstudaginn (vegna þess að hann gerir mig sorgmædda); og svarta föstudaginn kalla ég föstudaginn langa (vegna þess að afslættirnir í búðum erum svo góðir). (Ha!)

Dagurinn Í dag—dagurinn sem við horfum til krossfestingar Krists er ekki góður dagur í mínum huga. Ég skil að það sem hann gerði fyrir okkur á þessum degi var gott, en það er enginn kraftur í dauða hans án upprisunnar. Svo fyrir mér er þetta sorgardagur— sem er andstætt því sem er gott.

Hvað með þig—hvaða tilfinningar bærast innra með þér þegar þú hugsar um krossinn?

Lestur dagsins er í lengra lagi. En ekki sleppa að lesa vers þó að sagan sé kunnugleg. Biddu anda Guðs að hjálpa þér að tengjast krossdauða Krists á nýjan hátt.

Lestu Jóhannesarguðspjall 19:1-30.

Þegar ég las þessi vers þá voru það eftirfarandi atriði sem ég tók sérstaklega eftir varðandi það sem Jesú þurfti að ganga í gegnum: hann var húðstrýktur af Pílatus, kóróna úr þyrnum var sett á höfuð hans, hann var klæddur í purpurakápu til að gera lítið úr honum, hann var sleginn í andlitið af hermönnunum hann var lítillækkaður fyrir framan fjöldann, hann heyrði hróp mannfjöldans um krossfestingu hans, Pílatus fann enga sök hjá honum, hann veitti engin svör, en sagði að allt vald væri gefið að ofan, hann settist á sakamannabekkinn, aftur krafðist mannfjöldinn að hann yrði krossfestur, hann var seldur í hendur æðstu prestanna til krossfestingar. Hann bar sinn kross, var krossfestur, fól móður sína í hendur Jóhannesar, var þyrstur, fékk edik að drekka, talaði, og dó.

Ég finn fyrir því að stundum er ég dofinn gagnvart krossfestingu Krists. Það eru krossar út um allt í samfélagi okkar. Við berum krossa um hálsinn og hengjum þá upp á veggi. Ef við höfum alist upp í kirkju þá höfum við heyrt þessa sögu ótal sinnum. Auk þess má ekki gleyma að menning okkar er svo umvafin af myndrænu efni sem stillir krossinum upp á grænum hæðum með gullið sólsetur sem bakgrunn og þá virðist krossinn ekki mjög ógnvekjandi.

(Ef þú hefur tíma, lestu hvernig hin guðspjöllin lýsa þessari frásögn til að fá heildstæða mynd af því sem gerðist: Matteus 27:1-56; Markús 15:1-41; og Lúkas 22:63-23:49.)

Í dag skulum við biðja hjálparann okkar, heilagan anda, að gefa okkur nýja sýn á það sem Kristur gekk í gegnum og fullkomnaði þennan dag.

Mörg hundruð árum fyrir þennan atburð hafði spámaðurinn Jesaja skrifað þessi orð um hvað Jesús þyrfti að ganga í gegnum:

Lestu Jesaja 53:4-12.

 

 

Dag 6Dag 8

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þ...

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar