Um áætlun

Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 5 OF 10

Hjálp

Hefur þú einhverntíman verið í nærveru einstaklings sem vissi að hann ætti stutt eftir ólifað? Við slíkar aðstæður skiptir hvert orð og hver sekúnda máli. Sérhvert andartak er dýrmætt og nýtt til hins ýtrasta. Síðustu kveðjurnar, óskirnar og ráðin eru borin fram af kostgæfni.

Á sambærilegan hátt vissi Jesús að tími hans hér á jörðinni væri að renna sitt skeið á enda (Jóhannesarguðspjall 13:1) og því vildi hann nýta hverja stund vel. Þar sem við erum núna komin hálfa leið að Páskadeginum skulum við nota tækifærið og leggja við hlustir og heyra nokkur af síðustu orðum hans.

Lesum Lúkasarguðspjall 14:15-31

Þetta er góður texti. Það er aðeins eitt vandamál: Ég á ekki auðvelt með að biðja fólk um hjálp.

Hvað með þig? Finnst þér auðvelt að biðja fólk um að hjálpa þér? Eða færðu hroll við tilhugsunina eins og ég?

Það að leyfa sér að verða berskjaldaður og viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður þurfi hjálp krefst mikils hugrekkis. Þegar þú finnur að þú ert kominn að mörkum þess sem þú ræður sjálf/ur við, þá sýnir þú hugrekki með því að biðja heilagan anda Guðs um hjálp.

Á síðasta ári fékk ég að upplifa þennan kraft sem aldrei fyrr. Í sama mánuðinum og ég byrjaði í nýju starfi komst ég að því að ég var ólétt af þriðja barninu mínu. Ég komst að því að ég var búin að taka alltof mikið að mér, meira en ég réð við. Þar sem ég hef alltaf verið viljug til verka var það auðmýkjandi fyrir mig að finna að ég réð ekki við þetta í eigin krafti. En ég gerði það sem ég gat og síðan treysti ég náð Guðs og anda sem margfaldaði og blessaði það sem ég gaf af mér. (Dýrð sé Guð fyrir það!)

Hefur þú upplifað hjálp Guðs heilaga anda?

Getur verið að þú sért að upplifa eitthvað núna sem þú gætir þegið Heilags Anda við að leysa?

Ef svo er biddu hann auðmjúklega um að hjálpa þér.

Það er tvennt sem hefur reynst mér ákaflega hjálplegt síðustu 18 mánuði. Ég fer oft með þetta vers upphátt:

“Og hann hefur svarað mér:, ‘„Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“’ Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur þá er ég máttugur.” Síðara Korintubréf 12:9-10

 

Dag 4Dag 6

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þ...

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar