Um áætlun

Að byrja samband með JesúSýnishorn

Beginning A Relationship With Jesus

DAY 7 OF 7

"Hvað nú?"



Það að vera kristinn snýst um að “vera í ” Jesú. Í hreinskilni sagt, þú byrjar líf þar sem þú "dvelur" í Honum og "heldur áfram að vera" í Honum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þú leitast eftir því að vaxa í sambandi þínu með Honum með því að koma algjörlega með hjarta þitt, sál, huga og mátt inn í sambandið (Mark. 12:30; Lúk. 10:27).



Hér eru fimm leiðir fyrir okkur að halda okkur "í sambandi" með Jesú Kristi:



Í sambandi við aðra kristna



Kirkjan er fólk sem hefur gengið inn í samband með Jesú og þar af leiðandi hefur öðlast fyrirgefninu frá Jesú og vill lifa fyrir Jesú. Það hjálpar okkur að vaxa í sambandinu með Jesú að tilheyra kirkju. Það er hér í kirkjunni, með öðrum trúuðum, sem við lærum, vöxum, spyrjum spurninga, þjónum, og leitum og tilbiðjum Guð saman.



Í leiðsögn Guðs með því að lesa og læra Biblíuna



Þegar þú vex í sambandi þínu með Jesú Kristi, þá muntu byrja að læra meira um Biblíuna. Biblían er Orð Guðs, og hún er ein af mikilvægustu leiðunum sem að Hann hefur opinberað sig sjálfan og vilja Hans og lífshönnun sína fyrir okkur. Því meira sem þú veist um Biblíuna, því meira muntu kynnast Guði sjálfum.



Í samtali við Guð í gegnum bænina



Tilgangur bænarinnar er sá sami og tilgangur samtala sem eru gerð af fyrirhuguðu ráði: að vaxa saman nær hvoru öðru í þýðingarmiklu sambandi. Það þýðir að bænin fer yfir breitt svið umræðuefna. Bænin inniheldur það að deila hugmyndum, hlusta, spyrja spurninga, biðja um hjálp, tjá sig til að vera skilin(n), játa og biðjast afsökunar, segja þakka þér, eða bara vera saman.



Að taka af skarið í gegnum þjónustu



Að taka af skarið með því að þjóna, með því að sýna umhyggju, með því að stíga út til fólks er að tjá kærleiksríkt hjarta Guðs gagnvart fólki, og það er líka þýðingarmikil leið fyrir þig til að vaxa í þínu eigin sambandi með Jesú. Af hverju? Af því að það er það sem Jesús gerði. Jesús sagði, "Því að Mannsonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna" (Mark. 10:45).



Með því að tjá ást til Guðs í gegnum lofgjörð



Lofgjörð er vísvitandi tjáning þess að meta, vera þakklát(ur), og full(ur) af undrun gagnvart Guði. Lofgjörð getur átt sér stað þegar við erum ein eða á leikvangi með þúsundum annarra. Hún getur átt sér stað í kirkjubyggingu eða fjallarjóðri. Lofgjörð er ósvikin og heiðarleg tjáning þín gagnvart Guði.



Ef þú hefur notið þessarar lestraráætlunar og myndir vilja tækifæri til að vinna bókina sem hún kom úr, smelltu hér

Dag 6

About this Plan

Beginning A Relationship With Jesus

Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unic...

More

Við viljum þakka David Dwight, Nicole Unice og David C Cook fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.dccpromo.com/start_here/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar