Um áætlun

Að byrja samband með JesúSýnishorn

Beginning A Relationship With Jesus

DAY 2 OF 7

"Spurningar"



Fólk sem er hæfileikaríkt í sambandslistinni er oft það fólk sem spyr sumra bestu spurninganna. Hér er Guð meistari.



Skoðum nokkrar af djúpstæðustu spurningum Guðs:



Hvar ertu? (1. Mós. 3:8-9)



Strax í upphafi Biblíunnar, þá sýnir Guð þessa hlið persónu Hans í gegnum samband Hans við Adam og Evu—treystandi, gegnsætt, daglegt samband.



Í 3. kafla 1. Mósebókar, lesum við um Adam og Evu velja það að snúa frá Guði og lifa lífi aðskilin frá Honum. Þegar sambandið var brotið, þá kom Guð að leita að Adam og Evu. Hann kom ekki til að refsa eða færa þeim skömm heldur til þess að endurreisa sambandið.



Þegar þú finnur fyrir Guði hrista upp í lífi þínu, þá ert þú líka manneskja sem að Hann er að leita að, svo að þú megir fá að kynnast Honum og lifa í sambandi með Honum.



Hvers leitið þið? (Jóhannes 1:35-39)



Í 1. kafla Jóhannesarguðspjall, þá sjáum við Jesú spyrja nokkra forvitna menn spurningu sem svipar til spurningu Guðs. Hann spurði þá, "Hvers leitið þið?" (Jóh. 1:38).



Mennirnir forðuðust spurninguna og skiptu um umræðuefnina með því að spyrja Jesú, "Hvar dvelst þú?" Í stað þess að gefa þeim heimilisfang, þá svaraði Hann þeim, "Komið ... og sjáið” (Jóh. 1:39). Í stað þess að gefa svar, þá gefur Hann boð.



Oft, þá segja mörg okkar yfirleitt við Guð, "ég vil fá eitthvað frá þér", á meðan Guð segir við okkur, "ég vil vera með þér".

Hvern segið þið mig vera? (Matt. 16:13-15)



Hérna er það sem kristindómurinn byrjar. Svarið þitt við þessari spurningu er upphaf þitt hér, vegna þess að það er þar sem að þú verður skýr með afstöðu þína til Jesú. Sem betur fer, þá er það sem Jesús sagði um sjálfan sig skráð í Biblíunni, meðal annars í Jóh. 10:36, Jóh. 11:25, Jóh. 10:11, og Jóh. 8:58.



Þetta eru bara nokkrar af fullyrðingum Jesú—hvernig Hann svaraði spurningunni um hver Hann væri. En Jesús hættir ekki, Hann gerir þetta jafnvel enn persónulegra.



Trúir þú þessu? (John 11:25-26)



Jesus gerir hlutina alltaf persónulega. Hann sagði við lærisveina sína, “En þið—hvern segið þið mig vera?” og Hann sagði við Mörtu í Jóh. 11:25-26, “Trúir þú þessu?”



Jesús spyr okkur sömu spurninganna líka, og það að svara þessum spurningum er hluti af því að vera í sambandi við Guð, að finna Guð og að finna sannleikann. Og það að finna sannleikann byrjar á Jesú Kristi.

Dag 1Dag 3

About this Plan

Beginning A Relationship With Jesus

Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unic...

More

Við viljum þakka David Dwight, Nicole Unice og David C Cook fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.dccpromo.com/start_here/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar