YouVersion Logo
Search Icon

Síðara Þessaloníkubréf 3

3
Biðjið fyrir okkur
1Að endingu, systkin:#3.1 Orðrétt: bræður. Biðjið fyrir mér að orð Drottins megi breiðast út og vera í heiðri haft eins og hjá ykkur 2og að ég mætti frelsast frá spilltum og vondum mönnum. Því að ekki er trúin allra.
3En trúr er Drottinn og hann mun styrkja ykkur og vernda fyrir hinum vonda. 4En ég ber það traust til ykkar vegna Drottins að þið bæði gerið og munið gera það sem ég legg fyrir ykkur.
5En Drottinn leiði hjörtu ykkar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.
Þreytist ekki gott að gera
6En ég býð ykkur, systkin,#3.6 Orðrétt: bræður. í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum#3.6 Orðrétt: bróður. sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann fékk hjá mér. 7Því að sjálf vitið þið hvernig á að líkja eftir mér. Ekki var ég iðjulaus hjá ykkur, 8var ekki heldur upp á aðra kominn, heldur vann ég með erfiði og striti nótt og dag til þess að vera ekki neinu ykkar til þyngsla. 9Ekki af því að ég hafi ekki rétt til þess heldur til þess að ég gæti verið ykkur fyrirmynd að breyta eftir. 10Því var og það að þegar ég var hjá ykkur bauð ég ykkur: Ef einhver vill ekki vinna þá á hann ekki heldur mat að fá.
11Ég heyri að nokkur meðal ykkar slæpast og vasast í því sem þeim kemur ekki við. 12Slíkum mönnum býð ég og áminni vegna Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og sjá fyrir sér sjálfir.
13En þið, systkin,#3.13 Orðrétt: bræður. þreytist aldrei gott að gera. 14En ef einhver hlýðir ekki orðum mínum í bréfi þessu, þá takið eftir þeim manni, slítið samneyti við hann, þá kann hann að blygðast sín. 15En álítið hann þó ekki óvin heldur áminnið hann sem bróður eða systur.#3.15 Orðrétt: bróður.
Kveðjur
16En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
17Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
18Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

YouVersion uses cookies to personalize your experience. By using our website, you accept our use of cookies as described in our Privacy Policy