YouVersion Logo
Search Icon

Annað Jóhannesarbréf 1

1
Kveðja
1Öldungurinn heilsar hinni útvöldu frú og börnum hennar sem ég elska sannarlega. Og ekki ég einn heldur einnig allir sem þekkja sannleikann. 2Við gerum það sakir sannleikans sem í okkur er og mun vera hjá okkur til eilífðar. 3Náð, miskunn og friður frá Guði föður og frá Jesú Kristi, syni föðurins, mun vera með okkur í sannleika og kærleika.
Elska og sannleikur
4Það hefur glatt mig mjög að ég hef fundið nokkur barna þinna sem lifa í sannleikanum eins og faðirinn bauð okkur. 5Og nú bið ég þig, frú mín góð, og er þá ekki að skrifa þér nýtt boðorð, heldur það er við höfðum frá upphafi: Við skulum elska hvert annað. 6Kærleikurinn felst í að við lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þið heyrðuð það frá upphafi til þess að þið skylduð breyta samkvæmt því.
7Því að margir afvegaleiðendur eru farnir út í heiminn sem ekki játa að Jesús sé Kristur, kominn sem maður. Þetta er afvegaleiðandinn og andkristurinn. 8Hafið gætur á sjálfum ykkur að þið missið ekki það sem við höfum#1.8 Annar lesháttur: þið hafið. áunnið heldur megið fá full laun. 9Sérhver sem fer sínu fram og er ekki staðfastur í kenningu Krists á ekki Guð. Hinn sem er staðfastur í kenningunni á bæði föðurinn og soninn. 10Ef einhver kemur til ykkar og boðar aðra kenningu, þá takið hann ekki á heimili ykkar og bjóðið hann ekki velkominn. 11Því að sá sem býður hann velkominn tekur þátt í hans vondu verkum.
12Þótt ég hafi margt að rita ykkur vildi ég ekki gera það með pappír og bleki heldur vona að koma til ykkar og sjá ykkur og tala við ykkur til þess að gleði okkar verði fullkomin. 13Börn systur þinnar, hinnar útvöldu, biðja að heilsa þér.

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

YouVersion uses cookies to personalize your experience. By using our website, you accept our use of cookies as described in our Privacy Policy