Um áætlun

Aðventan: Kristur kemur!Sýnishorn

Advent: Christ Is Coming!

DAY 1 OF 91

Aðventan er 4-vikna tímabil sem haldið er uppá út um allan heim. Þetta er tími til að undirbúa hjörtu okkar til að taka á móti Frelsara okkar, Messíasi sem spáð hafði verið fyrir um. Þetta er tími til íhugunar og að kenna börnum okkar um meyfæðingu Jesú, líf hans, dauða og upprisu. Megi þessi tími draga hjörtu okkar aftur til íhugunar um hvað hefur verið gert og ýta okkur áfram inn í nýtt ár væntinga og að vera tilbúin fyrir næstu dýrðlegu komu Hans!



KVEIKIÐ Á KERTINU



Við bíðum Messíasar!

Útskýrið aðventuna fyrir fjölskyldunni og skipuleggið ykkur til að taka frá þennan tíma daglega. Gerið 24 merki á stórt kerti og skrifið tölurnar 1-24 (með varanlegum merkipenna) við hlið hvers merkis. Kveikið á kertinu á hverju kvöldi á meðan þið opnið Orð Guðs ein eða í sameiningu og leyfið kertinu að brenna um eitt merki á hverju kvöldi.



LESIÐ RITNINGUNA



Sáttmáli Guðs við sköpunina og manninn

1. Mósebók 1:27-28, 2:16-17 og Jeremía 33:19-22



BREGÐIST VIÐ Í LOFGJÖRÐ



Tilbiðjið með lífi ykkar.

Guð heldur alltaf loforð sáttmála síns. Orð Hans er öruggt. Treystið þið Honum?

Fylgist vel með orðum ykkar. Haldið þið loforð ykkar?

Segið þið það sem þið meinið og meinið það sem þið segið?



Tilbiðjið í bæn

Notið Ritninguna til að tilbiðja, játa, lofa og þakka Guði.



Tilbiðjið með söng

Syngið, "All Creatures of Our God and King."

Dag 2

About this Plan

Advent: Christ Is Coming!

Þessi aðventuhugleiðing frá Thistlebend Ministries er fyrir fjölskyldur og einstaklinga til að undirbúa hjörtu okkar til að fagna Messíasi. Sérstök áhersla er lögð á hvað koma Krists þýðir fyrir líf okkar í dag. Lestrará...

More

Við viljum þakka Thistlebend Ministries fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.thistlebendministries.org

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar