Um áætlun

Að tala við Guð í bænSýnishorn

Talking With God In Prayer

DAY 1 OF 4

GUÐ ÞRÁIR ÞIG



AÐ TALA VIÐ GUÐ

Þakkaðu Guði fyrirhversu margfaldlega hann elskar þig og annast um þig. Biddu hann að sýna þér hversu mikið hann vill að þú talir við hann daglega.



AÐ FARA OFAN Í EFNIÐ

Raðaðu upp nokkrum litlum glösum við hlið eldhúsvasksins heima hjá þér. Fylltu glösin, eitt af öðru. Ræðið um hvernig þið gætuð fyllt hvert einasta ílát í húsinu þínu og vatnið myndi enn flæða úr krananum. Á svipaðan hátt, þá mun þrá Guðs til þín aldrei þverra.



AÐ FARA DÝPRA Í EFNIÐ

Guð er til staðar fyrir þig alltaf. Alveg eins og þú gætir fyllt annað glas af vatni bara með því að skrúfa frá krananum, þá geturðu notið nærveru Guðs með því að leita til hans í bæn. Lestu Jesaja 30:18: ,,Því bíður Drottinn þess að sýna yður náð, þess vegna rís hann upp til að miskunna yður, því að Drottinn er Guð réttlætisins. Sælir eru þeir sem á hann vona!" Guð vill að þú dragist nær honum, að þú fyllist kærleika hans og frið, af því að hann þráir það sem er best fyrir þig. Þó að Guð vinni fyrir þína hönd, þá vill hann að þú svarir honum, og sýnir vilja til að deila lífi þínu með honum. Ein leið til að gera það er að tala við hann daglega.



AÐ TALA SAMAN

-Hver er uppáhalds manneskjan þín að tala við og af hverju er hún í uppáhaldi hjá þér?

-Segðu frá einhverjum tíma þegar þú vildir tala við þessa manneskju. Af hverju langaði þig að tala við þessa manneskju?

-Af hverju ætli Guð þrái að vera þér náðarríkur?

Ritningin

Dag 2

About this Plan

Talking With God In Prayer

Fjölskyldulíf getur verið annasamt. Við gefum okkur ekki alltaf tíma til að biðja - og við gleymum því einnig oft að styðja börnin okkar í þeirra bænalífi. Í gegnum þessa lestraráætlun munt þú sjá og skilja að Guð vill h...

More

Við viljum þakka Focus on the Family fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.FocusontheFamily.com

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar