Um áætlun

Að tala út lífSýnishorn

Speaking Life

DAY 1 OF 6

Vald tungunnar



Við getum beislað líf og dauða með krafti tungu okkar! Trúum við þessu? Jafnvel þó að tungan sé lítil, þá getur hún myndað áhrifamiklar ræður. Örlítill neisti, sem er líka lítill í stóra samhenginu, getur kveikt í miklum skógi. Stýri á skipi er annar lítill hlutur sem getur stýrt stefnu stórs skips. Meðal allra hluta líkama okkar, þá er tungan sú kraftmesta og getur kveikt í heimi þínum eða andað lífi inn í örmagna sál. Þitt er valið.



Orðið segir okkur að orð okkar séu lík brennheitum eldi, geti aðskilt nána vini, hrært upp reiði og fært fíflalæti flónum. Til samanburðar, segir Orðið líka að tunga okkar geti talað út orð sem gefa líf… orð eru eins og gullepli, lífgefandi vatn eða hunang fyrir sálina. Orð okkar hafa áhrif, til góðs eða ills.



Tunga okkar og vald hennar til að nota orð er einstök og áhrifarík gjöf frá Guði. Þegar við lesum Orðskviðina, þá verðum við að taka eftir vers eftir versi um kraft orðanna okkar sem stökkva upp af blaðsíðunum. Orðskviðir 12:6 kenna að orð okkar hafa vald til að eyðileggja og hafa vald til að byggja upp. Erum við að nota tunguna okkar til að byggja upp fólk eða eyða þeim? Hver er við stjórnvölinn á tungunni þinni? Hverjum getum við kennt um þá særandi hluti sem velta út úr munni okkar? Það er áríðandi að við tökum meðvitaða ákvörðun um að stjórna því sem kemur út frá okkar eigin tungum.



Fyrst að kraftmiklu, jákvæðu og fallegu orðin okkar geta læknað og lyft upp, þá verðum við að vera örlát á þannig orð. Þegar þau eru töluð út í sannleika, þá hafa orð okkar getuna til að breyta lífum. Staldraðu við og hugsaðu um hvernig samskipti þín eru. Uppörva orð þín aðra til að ná miklum árangri? Styðja orð þín við og hjálpa þeim sem þjást? Eru orð þín til þess fallin að fæða, næra og hvetja þín eigin börn.



Því miður geta tilfinningar eins og hatur, ótti, reiði, efi, pirringur og gremja líka verið tjáð og haldið gangandi með orðum. Hvort sem orð eru skrifuð eða sögð, þá hafa þau vald til að brjóta og eyðileggja heilbrigð umhverfi sem og sambönd.



Fyrir mörgum árum samþykkti ég áskorunina sem kemur fram í Efesusbréfinu 4:29 sem segir, ,,Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra." Hversu áhrifarík fyrirmæli. Þetta yrði að verkefni í að temja eigin tungu. Eftir að hafa verið vitni að ófrjórri eyðimörk særandi orða, þá var ég spennt að leggja af stað í þetta lífgefandi ævintýri. Mig langaði til að tala líf inn í heiminn minn og byrja með minni eigin tungu.



Þar sem að tunga okkar fer með mikil völd til lífs eða til dauða, þá þurfum við að vera meðvituð um það sem við segjum og hvernig við segjum það. Hugsaðu um orðin þín. Orðin þín geta breytt öllu!



Hugleiddu:



Lítil. Fljót. Auðveld. Hugleiddu áhrif orða þinna. Hvernig getur þú talað meiri lífgefandi sannleika en ekki orð sem að eyðileggja?



Bæn:



Drottinn, hjálpaðu mér að verða ofurmeðvituð um mátt minnar eigin tungu og orðanna sem ég vel. Hjálpaðu mér að tala út líf en ekki dauða.


Dag 2

About this Plan

Speaking Life

Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.

Við viljum þakka Roxanne Parks fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.roxanneparks.com/home.html

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar