Um áætlun

Að hlusta á GuðSýnishorn

Listening To God

DAY 4 OF 7

Blekkt af þrá

Uppruna syndarinnar er að finna í þessum lygum: Guð er ekki góður, honum er ekki treystandi og hann heldur ýmsu frá okkur. Þessi blekking er vissulega enn til staðar í dag. Og ef hún er ekki nógu slæm þá bætast náttúrulegar fýsnir okkar í ofanálag, líkt og hjá Evu! Allar þessar blekkingar Satans leiða til aðskilnaðar okkar frá Guði.

Eva sá ávöxtinn og leist vel á hann. Hún var táldregin af freistingunni um meiri uppljómun, þekkingu og jafnvel meiri völd. Þú munt verða eins og Guð. Hún var heldur betur blekkt!

Hvað með þig? Hversu oft hefur þú lotið í lægra haldi fyrir girnd augna þinna og takmörkuðum skilningi? Ég er ekki að reyna að hryggja þig með þessari spurningu, kæri vin, heldur að vara þig við vegna þess að þetta þarf ekki að vera svona!

Að lifa í tengslum við rödd Guðs felur í sér að fylgja leiðbeiningum hans svo við lærum að þekkja hann. Færðu honum dýrðina, þakkir, og lofaðu hann fyrir hvert augnablik af því að hann er með þér! Við skyldum leggja traust okkar á hann í sérhverjum kringumstæðum, það er hin heilaga tenging, og loka eyrum okkar og augum gagnvart öllu því sem reynir að blekkja huga okkar og hjarta.

Þessi heimur er ekki minn heimur, og hann er ekki heldur þinn! Nýr himinn og jörð bíða þeirra sem að með styrkri þolinmæði halda áfram að treysta frelsaranum. Við þurfum ekki að berast með tískustraumum samtímans. Við þurfum ekki að vera hrædd við að missa af ,,góðu hlutunum" af því að við vitum að dásamleg og eilíf verðlaun bíða okkar. Og við vitum að Guð er sannarlega hið eina góða! Hann er okkur allt í öllu, hinn eini sem nægir, fullkomnari okkar!

Spurðu föðurinn: Er eitthvað sem ég þarf að gera eða vita svo að þrá hjarta míns beinist ætíð að þér?

Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,Clear the Stage” eftir Jimmy Needham

Ritningin

Dag 3Dag 5

About this Plan

Listening To God

Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægj...

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar