Um áætlun

Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn

Six Steps To Your Best Leadership

DAY 1 OF 7

Agi til að byrja



Mín heittelskaða Amy, börnin mín og starfsfólkið mitt gætu sagt þér að það að styðja leiðtoga er ekki eitthvað sem ég elska að gera, en það er engu að síður stór hluti af sjálfum mér. Ég trúi því að þegar leiðtogi verður betri þá verða allir betri.



Hér er spurning til að íhuga: „Er það að leiða fólk bara eitthvað sem mig langar að gera eða er það hluti af sjálfum mér?”



Svarið þitt skiptir máli því að flestir leiðtogar gera áætlun sem hljóðar svona setja markmið: „Ég ætla að gera meira með börnunum mínum, ég ætla að styðja konuna mína betur í dagsins önn, ég ætla að vera duglegri að valdefla fólkið sem ég „Ég ætla að vera þolinmóð mamma sem elskar heitt, ég ætla að vera eiginmaður sem styður eiginkonuna og elskar hana, ég ætla að vera framkvæmdastjóri sem leiðir fólk með fordæmi.”



Áhrifamestu leiðtogarnir byrja á sjálfum sér og leyfa verkunum að koma í framhaldi af því.



Jesús er án efa áhrifamesti leiðtogi sem uppi hefur verið, jafnvel á veraldarvísu. Hann vann opinberlega í aðeins þrjú ár og á þeim tíma eignaðist hann fylgjendur í tugþúsunda tali. Tvöþúsund árum síðar er söluhæsta bók allra tíma sagan um líf hans og milljarðar fólks víða um heim hafa gefið honum líf sitt og heitið því að fylgja honum.



Í Jóhannesarguðspjalli kom Jesús með kraftmiklar hver yfirlýsingar. Þegar við lesum þær á okkar dögum tökum við eftir að sérhver setning flæðir fullkomlega eftir því hvað hann gerði og gerir enn í heiminum.



Þegar þú veist hver þú ert, þá veistu hvað þú átt að gera. Enn nákvæmar gætir þú spurt sjálfa/n þig, ,,hvað myndi manneskjan sem ég vil vera, gera?” Hvað sem þú ákveður að gera, þá mæli ég með að þú byrjir smátt. Lítill agi, sjaldan en stöðuglega leiðir að stórkostlegri niðurstöðu.



Ef þú vilt vera leiðtogi sem lætur sér annt um fólk þá gætirðu skrifað eitt uppörvandi minnisatriði á dag. Ef þú vilt vera skipulögð manneskja þá geturðu byrjað á að búa um rúmið þitt. Ef þú vilt vera leiðtogi sem fylgir hjarta Guðs þá viltu líklega hefja hvern dag á að tala við hann. Gerðu það sem leiðir þig til þess að verða leiðtogi sem þú vilt verða.



Talaðu við Guð: Guð, þú skapaðir mig, þú þekkir mig. Viltu opinbera mér hver ég er og gefa mér styrk til að vita hvað ég á að gera?



Hlustaðu á podcastið mitt um leiðtogafærni til að heyra meira af þessu .


Dag 2

About this Plan

Six Steps To Your Best Leadership

Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að sk...

More

Við viljum þakka Craig Groescel og Life Church fyrir að útvega okkur þessa áætlun. Fyrir meiri upplýsingar skoðið https://www.craiggroeschel.com/

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar