Um áætlun

Að nota tíma þinn fyrir GuðSýnishorn

Using Your Time for God

DAY 2 OF 4

Að endurheimta tíma þinn

Tíminn er eitt besta dæmið um jöfnuð. Hann er eina auðlindin sem öllum er úthlutað á jafnréttisgrunni. Allir fá jafn margar klukkustundir til ráðstöfunar á hverjum degi. Önnum kafið fólk fær enga sérstaka viðbót við klukkustundir dagsins. Klukkan fer ekki í manngreinarálit.


Við höfum öll jafn mikinn tíma á hverjum degi. Það sem aðgreinir okkur er hvernig við notum þann tíma sem okkur er úthlutað. Þegar eitthvað er endurheimt, er því bjargað eða það keypt út úr neikvæðu ástandi. Það neikvæða ástand sem okkur er mest umhugað um er sóun. Að sóa tíma er að eyða honum í það sem hefur lítið eða ekkert gildi.


Vince Lombardi heitinn lét hafa eftir sér eftirfarandi spakmæli, ,,Ég tapaði aldrei leik, ég bara rann út á tíma." Þetta viðhorf bendir á einn áhrifamesta þáttinn í íþróttum - keppnin við klukkuna. Liðið sem er afkastamest á þeim tíma sem gefinn er, er liðið sem sigrar leikinn. Í íþróttum, ólíkt lífinu sjálfu, er auðvitað hægt að fá leikhlé. Klukkan í íþróttum getur verið stöðvuð tímabundið. En í lífinu eru engin leikhlé.


Coram deo:Að lifa frammi fyrir augliti Guðs

Biddu Guð að opinbera fyrir þér leiðir til að endurheimta tíma þinn sem sóað er í hluti sem hafa lítið eða ekkert gildi.


Höfundarréttur © Ligonier Ministries. Ókeypis bók eftir R.C. Sproul má nálgast á Ligonier.org/freeresource.


Dag 1Dag 3

About this Plan

Using Your Time for God

4 daga hugleiðing eftir R.C Sproul sem fjallar um að nota tíma þinn fyrir Guð. Hver hugleiðing kallar þig til að lifa í nærveru Guðs, undir hans handleiðslu, honum til dýrðar.

Við þökkum Ligonier Ministries fyrir þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á ligonier.org/yourversion

YouVersion notar vafrakökur til að sérsníða upplifun þína. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar