YouVersion Logo
Search Icon

Sakaría 4

4
Fimmta sýn: Ljósastika og ólífutré, Serúbabel
1Engillinn, viðmælandi minn, vakti mig aftur, líkt og þegar menn eru vaktir af svefni, 2og spurði mig: „Hvað sérðu?“ Ég svaraði: „Ég sé ljósastiku úr skíragulli. Á henni er skál og sjö ljósastæði og úr skálinni liggja sjö rennur til þeirra. 3Yfir henni eru tvö ólífutré, annað hægra megin skálarinnar en hitt vinstra megin.“#4.3 Talan sjö er tákn fullkomnunar og einingar en ólífutré táknar frjósemi. Hvort tveggja, ljósastikuna og ólífutrén tvö, er nú að finna í skjaldarmerki Ísraelsríkis. 4Og ég spurði engilinn, viðmælanda minn: „Hvað tákna þessir hlutir, herra?“ 5„Veistu ekki hvað þessir hlutir tákna?“ spurði engillinn, viðmælandi minn. Og ég sagði: „Nei, herra.“
6Þá greindi hann mér svo frá:
Þetta er orð Drottins til Serúbabels:
Ekki með valdi né krafti
heldur fyrir anda minn,
segir Drottinn allsherjar.
7Hver ert þú, mikla fjall?
Andspænis Serúbabel skaltu verða að jafnsléttu.
Hann mun koma fram með hornsteininn
og þá fagna menn og hrópa: „Dýrlegur. Dýrlegur!“
8Og orð Drottins kom til mín:
9Hendur Serúbabels
hafa grundvallað þetta hús
og með höndum Serúbabels verður það reist að fullu.
Þá munuð þér sjá
að Drottinn hersveitanna sendi mig til yðar.
10Hverjir hæða nú dag þessara smáu verka ykkar? Þá munu þeir fagna, er þeir sjá mælilóðið í hendi Serúbabels.
Þetta eru sjö augu Drottins sem skima um veröld alla.
11Þá svaraði ég og spurði hann: „Hver eru þessi tvö ólífutré hægra og vinstra megin við ljósastikuna?“
12Og enn talaði ég og spurði hann: „Hverjar eru þessar tvær ólífugreinar við gullrennurnar tvær? Gullin olía rennur sjálfkrafa úr þeim í gullrennurnar tvær.“
13Hann svaraði og sagði: „Veistu ekki hvað þetta er?“ En ég sagði: „Nei, herra.“
14Þá svaraði hann: „Þetta eru hinir tveir smurðu sem standa hjá Drottni gjörvallrar jarðarinnar.“

Currently Selected:

Sakaría 4: BIBLIAN07

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

YouVersion uses cookies to personalize your experience. By using our website, you accept our use of cookies as described in our Privacy Policy