YouVersion Logo
Search Icon

Rómverjabréfið 8

8
Lífið í andanum
1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig#8.2 Annar lesháttur: þig. frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju#8.3 Orðrétt: holdinu. mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.#8.4 Orðrétt: holdið. 5Þau sem stjórnast af eigin hag#8.5 Orðrétt: af holdinu. hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill. 6Sjálfshyggjan#8.6 Orðrétt: Hyggja holdsins. er dauði en hyggja andans líf og friður. 7Sjálfshyggjan#8.7 Orðrétt: Hyggja holdsins. er fjandsamleg Guði og lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. 8Þau sem lúta eigin hag#8.8 Orðrétt: holdinu. geta ekki þóknast Guði.
9En þið eruð ekki á hennar valdi heldur andans sem í ykkur býr. En sá sem hefur ekki anda Krists er ekki hans. 10Ef Kristur er í ykkur er líkaminn að sönnu dauður því að syndin er dauð en andinn er líf sakir sýknunar Guðs. 11Ef andi hans sem vakti Jesú frá dauðum býr í ykkur þá mun hann sem vakti Krist frá dauðum einnig lífga dauðlega líkami ykkar með anda sínum sem í ykkur býr.
12Þannig erum við, systkin,#8.12 Orðrétt: bræður. í skuld, ekki við eigin hyggju#8.12 Orðrétt: holdið. að við skyldum lúta henni 13því að ef þið gerið það munuð þið deyja. En ef þið látið anda Guðs deyða gjörðir sjálfshyggjunnar#8.13 Orðrétt: holdsins. munuð þið lifa. 14Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn. 15Þið hafið ekki fengið anda sem hneppir í þrældóm og leiðir aftur til hræðslu. Þið hafið fengið þann anda sem gerir mann að barni Guðs. Í þeim anda áköllum við: „Abba, faðir.“ 16Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn. 17En ef við erum börn erum við líka erfingjar og það erfingjar Guðs en samarfar Krists því að við líðum með honum til þess að við verðum einnig vegsamleg með honum.
Dýrðarfrelsi Guðs barna
18Ég lít svo á að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem á okkur mun opinberast. 19Því að sköpunin vonar og þráir að Guðs börn verði opinber. 20Sköpunin er hneppt í ánauð hverfulleikans, ekki sjálfviljug heldur að vilja hans sem bauð svo, 21í þeirri von að sjálf sköpunin verði leyst úr ánauð sinni undir hverfulleikanum og fái frelsið í dýrðinni með börnum Guðs.
22Við vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. 23Og ekki það eitt, heldur stynjum við sem eigum frumgróða andans einnig með sjálfum okkur meðan við bíðum þeirrar stöðu Guðs barna sem í vændum er með endurlausn líkama okkar. 24Í þessari von erum við hólpin. Von, sem menn sjá fram komna, er ekki von. Hver vonar það sem hann sér? 25En ef við vonum það sem við sjáum ekki bíðum við þess með þolinmæði.
26Eins hjálpar andinn okkur í veikleika okkar. Við vitum ekki hvers við eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir okkur með andvörpum sem engum orðum verður að komið. 27En hann sem hjörtun rannsakar veit hver hyggja andans er, að hann biður fyrir heilögum samkvæmt Guðs vilja.
28Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni. 29Þau sem hann þekkti fyrir fram hefur hann og fyrirhugað til þess að mótast eftir mynd sonar síns svo að hann sé frumburður meðal margra systkina.#8.29 Orðrétt: bræðra. 30Þau sem hann fyrirhugaði hefur hann og kallað. Þau sem hann kallaði hefur hann og réttlætt og þau sem hann réttlætti hefur hann og gert vegsamleg.
Kærleikur Guðs í Kristi Jesú
31Hvað eigum við þá að segja við þessu? Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur? 32Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir okkur öll, hvort mundi hann ekki líka gefa okkur allt með honum? 33Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Það er Guð sem sýknar. 34Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir okkur. 35Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists?#8.35 Annar lesháttur: Guðs. Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? 36Það er eins og ritað er:
Þín vegna er okkur dauði búinn allan daginn
og við metin sem sláturfé.
37Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okkur. 38Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, 39hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

YouVersion uses cookies to personalize your experience. By using our website, you accept our use of cookies as described in our Privacy Policy